Ég er móðir, ég á 2 börn, ég er einstæð

ATH. Þessi grein er aðsend. Lesendum er frjálst að senda inn greinar undir nafnleynd í Þjóðarsálina, en þær skoðanir sem birtast hér í Þjóðarsálinni endurspegla hvorki ritstjórnarstefnu né skoðanir HÚN.IS 

 

Ég er móðir, ég á 2 börn, ég er einstæð.
Annað barnið var að byrja í skóla en það yngra er á leikskóla og er langveikt.
Ég hef verið greind með geðhvarfasýki, félagsfælni, þunglyndi og áunnin athyglisbrest.

Ég er í ömurlegri stöðu akkurat núna. Ég er á milli þess að fara af endurhæfingu yfir á örorku. Nú er ég búin að „lifa” á félagslegum styrk í 2 mánuði og verður það eins núna um mánaðarmótin. Og já ég set lifa innan gæsalappa því í alvöru…hver lifir á þeim pening. Nú flutti ég í nýtt sveitarfélag í janúar þar sem við maðurinn skildum. Ég vissi að maður þyrfti að vera búinn að búa í 3 ár í sveitarfélaginu til að fá aukahúsaleigubætur en vissi líka að það væri hægt að sækja um undanþágu.
Ég fæ félagslegan styrk sem hljóðar upp á rúmar 120 þúsund krónur á mánuði.
Ég fæ ekki hjálp við að borga leikskóla…
Ég fæ ekki hjálp við að borga skólavistun…

Ég hef ekki þurft að „lifa” á féló áður, en ég hélt að maður fengi í alvöru hjálp til að maður gæti allavega gefið börnunum sínum að borða án þess að eiga í hættu á þvi að missa húsnæðið eða setja allt í lögfræði innheimtu til að eiga fyrir mat.

Ég fékk synjun aftur núna um daginn aftur vegna aukahúsaleigubóta.

Ég fékk nóg og ég skrifaði bréf sem ég sendi á alla bæjarfulltrúa og fleiri sem starfa hjá þessu sveitarfélagi.

Ég er ekki ein í þessari stöðu og ef allir sitja heima og þegja þá lagast ekki neitt….

Núna 5 dögum seinna er ég búin að fá 1 svar…mér var sagt að hafa samband við minn fulltrúa hjá sveitarfélaginu.
En það er einmitt hún sem getur ekkert gert, ekki misskilja. Hún er búin að gera helling og er ég mjög þakklát henni…en hún ræður ekki hver fær styrk og hver ekki.

Hér er bréfið sem ég sendi.
++++++++++
Hvað þarf maður að hafa í tekjur til að fá hjálp frá sveitarfélaginu XXXXXX?

Ég er 33 ára gömul einstæð móðir með 2 börn. 1 þeirra í skóla og hitt á leikskóla. Ég flutti í sveitarfélagið í janúar 2014 í kjölfar skilnaðar míns og barnsföður.

Nú er ég í þeirri erfiðu stöðu eftir tæp 2 ár á endurhæfingu að vera sækja um örorku. Ég fékk seinustu endurhæfingar greiðslu 1.júlí og hef fengið frá sveitarfélaginu síðan. Fékk ca 40 þúsund í ágúst og 116 þúsund í september.

Ég er 2 sinnum búin að sækja um sérstakar húsaleigubætur en er sinjað á þeim grundvelli að ég er ekki búin að búa í sveitarfélaginu í meira en 3 ár.

Ég sótti um hjálp við að borga leikskóla og skólavistun en því var synjað.

Hvernig á ég að geta lifað og séð börnunum mínum farboða á meðan ég er í þessu millibilsástandi?

Hvað þarf ég að gera til að fá hjálp frá XXXXXX?

Þarf ég að leggjast inn á geðdeild vegna taugaáfalls?

Þarf ég að vera í neyslu?

Ég fór upp á geðdeild á miðvikudaginn seinasta og talað var um að leggja mig inn vegna mikillar vanlíðan og álags…ég sit og græt nánast alla daga og ef þetta heldur svona áfram verð ég lögð inn.

Hvað þarf til þess að fá hjálp, ég bara spyr þar sem ég hélt í mínum barnaskap að félagsmálanefnd væri til þess að hjálpa fólki og börnum þess.

Nei XXXXXX vill frekar hreykja sér af því að vera það sveitarfélag á landinu sem „eyðir” minnstum peningum í félagsmál og láta fólk svelta og drekkja sér í endalausum skuldum frekar en að hjálpa.
++++++++

Nú er staðan hjá mér þannig að heimabankinn sýnir 700 þúsund í ógreidda reikninga og þar er ekki talið með það sem ég skulda ættingjum

SHARE