„Ég er orðin þreytt á að vera í felum” – Ellen Page kemur út úr skápnum

Kanadíska leikkonan Ellen Page, kom opinberlega út úr skápnum á mannréttindaráðstefnu í Las Vegas í gær.„Ég er hér vegna þess að ég er samkynhneigð,“ sagði Page. „Og vegna þess að ég get mögulega gert eitthvað gott. Ég get mögulega hjálpað öðrum að finna gleði og von,“ sagði Page

„Ég er hér orðin þreytt á að vera í felum og ég er orðin þreytt á að ljúga með því að segja ekkert. Ég þjáðist árum saman vegna þess að ég var hrædd við að koma út úr skápnum. Hugarfar mitt leið fyrir það, og persónuleg sambönd mín liðu fyrir það. Og hér stend ég nú fyrir framan ykkur, handan allra þessa þjáninga,“ sagði hún enn fremur.

Flestir kannast við Ellen Page úr kvikmyndinni Juno, en hún leikur einni í nýjustu X-Men myndinni “Days of Future Past” sem er væntanleg í kvikmyndahús næsta sumar.

SHARE