„Ég eyddi alltof mörgum árum í að skammast mín fyrir líkama minn“

Söngkonan og fyrrum Disney stjarnan Demi Lovato deildi einlægri frásögn á Instagram aðgang sínum þar sem hún viðurkennir að hún hafi eytt alltof mörgum árum í að skammast sín fyrir líkama sinn. Demi hefur glímt við átröskun og sjálfskaða en hún fór í meðferð við því árið 2010. Hún hefur einnig þurft að kljást við áfengis og fíkniefnavandamál.

Textinn sem hún birti á Instagram var undir mynd þar sem Demi hafði sett saman fjórar myndir af sjálfri sér allar teknar á MTV VMA verðlaunaafhendingunni.

„This picture makes me feel so many mixed emotions. I remember the day I wore the dress in the very first picture. I remember asking for Spanx to flatten my stomach because I [used] to feel so heavy and ‘fat,’ ” she captioned the photo Monday night. “Now looking at this picture, you can clearly see my hip bones. It makes me sad because I wasted so many years ashamed of my body when I could’ve been living the happy and healthy life I live today.“

Söngkonan bætti einnig við að henni þætti hún í dag vera falleg og þakkaði aðdáendum, vinum og fjölskyldu stuðninginn.

„It TRULY just goes to show you that your perceptions can lie to you. OR they can make you learn to enjoy life. Fortunately looking at the picture of myself in the red dress yesterday, I not only feel so grateful for the love and support I’ve had from fans, friends and family, but … I also feel … beautiful.“

Í lokin sagði hún að hún væri spennt að lifa lífinu sem hún ætti skilið að lifa.

Capture

SHARE