„Ég fer á stefnumót þó ég sé giftur“ – Þetta verður þú að lesa!

Jarrid Wilson er eiginmaður, prestur, rithöfundur og bloggari og hann kom með játningu nýverið í bloggfærslu sem hann nefndi „Ég fer á stefnumót þó ég sé giftur.“

„Ég er með játningu. Ég fer á stefnumót þó ég sé giftur.“

Hún er ótrúleg stúlka. Hún er falleg, klár, aðlaðandi, sterk og trúir af öllu hjarta á guð. Ég elska að fara með henni út að borða,  í bíó, leiksýningar og ég segi henni alltaf hversu falleg mér finnst hún vera. Ég man ekki eftir seinasta skipti sem ég var reiður við hana í meira en 5 mínútur og brosið hennar birtir alltaf upp daginn minn, hverjar svo sem aðstæður mínar eru.

Stundum heimsækir hún mig, óvænt, í vinnuna, gefur mér dásamlegan hádegisverð og jafnvel þá eitthvað sem hún bakaði sjálf. Ég trúi því ekki hversu heppinn ég er að vera að „deita“ konu þó ég sé giftur! Ég hvet ykkur til að gera það sama og sjá  hvað það gerir fyrir líf ykkar.

Oh! Var ég búinn að nefna það að þessi kona er eiginkona mín? Við hverju bjuggust þið?

Þó þú sért kominn í hjónaband áttu ekki að hætta að fara á stefnumót.

Ég þarf að halda áfram að fara á stefnumót með konunni minni, þó ég sé búinn að kvænast henni. Ég á ekki að hætta að sækjast í að eyða tíma með konunni minni þó við séum búin að játast hvort öðru. Ég hef séð alltof mörg sambönd staðna því fólk hættir að hafa frumkvæði og sækjast í samveru hvers annars. 

Stefnumótatímabilið er tíminn þar sem þið kynnist á sérstakan og einstakan hátt. Af hverju ættirðu að vilja að það endaði? Það á ekki að gera það. Þessi fiðringur í maganum á fyrsta stefnumóti þarf ekki að hætta bara af því að nokkur ár hafa liðið. Vaknaðu á hverjum degi og sækstu í samveru með maka þínum, eins og þú gerðir í byrjun. Þú munt sjá mikla breytingu til batnaðar í sambandinu.

Það skiptir meginmáli í öllum samböndum að tala saman og framkvæma. Þú vilt ekki vera í sambandi með einhverjum sem vill ekki sækjast í tíma með þér, af öllu hjarta.  

Ég hvet þig til að fara á stefnumót með maka þínum, sækstu eftir honum af öllu hjarta og trúðu því að stefnumótin þurfa ekki að enda bara af því að þið játuðust hvert öðru.

– Jarrid Wilson”

Þýðing: Hún.is

SHARE