„Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona” – Bruce Jenner

Bruce Jenner, sem er orðinn 65 ára gamall og er fyrrum eiginmaður Kris Jenner, Ólympíugullverðlaunahafi og þekkt raunveruleikastjarna,  hefur loks viðurkennt að hann er kona.

„Ég er ég. Ég er manneskja. Þetta er sú manneskja sem ég er. Ég er ekki fastur í líkama einhvers annars. Ég er með konuheila, ekki karlmannsheila.” 

Rúmt ár er síðan fjölmiðlar tóku að birta fréttir þess efnis að Bruce Jenner væri að ganga í gegnum lýtaaðgerðir og  hormónameðferð til þess að verða kona. Bruce hefur þó alltaf verið kona, þrátt fyrir að hann hafi fæðst í líkama karlmanns.

Á föstudagskvöldið var 2 tíma langt viðtal sýnt við Bruce þar sem hann ræddi í einlægni við fréttakonuna Diane Sawyer.

Sjá einnig: Bruce Jenner myndaður í kjól fyrir utan heimili sitt

Bruce sagði í viðtalinu að hann hafi tjáð bæði Chrystie Crownover og Lindu Thompson, sem eru fyrrverandi eiginkonur hans, hvernig sér liði. Linda reyndi að fá hann til að fara í meðferð við líðan hans en það að Bruce upplifði sig sem konu hafði mikil áhrif á skilnaðinn.

Eftir að skilnaður Bruce og Lindu var genginn í gegn, byrjaði Bruce að taka hormónalyf, sem hann tók í fimm ár en hann hætti við að fara í gegnum breytinguna vegna barnanna sinna, trúnnar og út af þeirri ímynd sem Bruce hafði skapað sér sem íþróttamaður.

Sjá einnig: Bað Bruce Jenner að fela brjóstin fyrir barnabörnunum

Þegar Bruce ræddi hjónaband þeirra Kris Jenner sagði hann að hún hafi alltaf innst inni vitað hvers kyns var. Hann sagði einnig að hefði Chris haft meiri skilning á ferlinu sjálfu væru þau sennilega enn gift í dag. 

https://www.youtube.com/watch?v=C54eI1wUOps&ps=docs

SHARE