Ég heiti Bengta og ég er snyrtivörufíkill

Daily, beauty care cosmetic. Face cream, eye cream, serum and lip balm. Skin care.

Ég á við vandamál að stríða… ég er snyrtivörufíkill…

Ég kaupi mér alltof mikið af allskonar snyrtivörum.. sérstaklega húðvörum. Það eru nokkur merki sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér um þessar mundir og mig langaði að deila þeim með ykkur.

Fyrst er kannski málið að segja ykkur frá minni húðtýpu, ég er með blandaða útí þurra húð. Ég fæ þurrkubletti en á t-svæðinu fæ ég oft bólur ? Og það er glatað að vera 37 og vera ennþá að fá bólur. Ef ég er ekki dugleg að nota góð rakakrem þá þornar húðin á mér upp á einum degi.

En að vörunum sem eru búnar að vera uppáhalds síðasta mánuðinn eða svo

Fyrst er það The Magic Cream frá Charlotte Tilbury.. það er svo gott ! Sérstaklega fyrir þurra húð. Þetta er frekar feitt og þykkt krem sem gefur virkilega góðan raka og raka sem helst í húðinni allan daginn  – love it !

 

 

Næst er það augnkrem frá MAC sem heitir Fast Response. Það er koffín í kreminu og það dregur úr baugum, fínum línum og gefur góðan raka. Það gerir augnsvæðið minna þrútið líka – Love it

 

20170913_165505

 

 

Og svo er það eiginlega mesta uppáhaldið þessa stundina.. Ég er mikill aðdáandi  Skyn Iceland sem fæst til dæmis í Nola og nota þónokkuð af vörum frá þeim. En að máli málanna, Arctic Face Oil, þessa olíu nota ég til að taka af allan farða af andliti og augum áður en ég þríf húðina vel. Þetta er snilld til að taka af maskara sem dæmi og bara frábær vara – Love it !

 

 

20170913_165041

 

 

 

SHARE