„Ég held áfram að berjast!“

Demi Lovato hefur loksins tjáð sig um meðferðina sem hún er nýbúin í, eftir að hún tók of stóran skammt og var hætt komin.

Sjá einnig: Vildu engar sírenur

Hún skrifaði í gær á Instagram:

Ég hef alltaf verið hreinskilin um fíknivanda minn. Ég hef lært að þessi sjúkdómur fer ekki neitt eða dofnar með tímanum. Þetta er áframhaldandi verkefni og ég þarf að sætta mig við það. Ég vil þakka Guði fyrir að halda mér lifandi. Til aðdáenda minna: Ég er eilíflega þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn sem ég hef fundið fyrir síðustu vikur. Jákvæðar hugsanir ykkar og bænir hafa hjálpað mér að rata út úr erfiðleikunum. Mig langar að þaka fjölskyldu minni, samstarfsfélögum og starfsfólki Cedar Sinai, en þau hafa verið við hliðina á mér allan tímann. Án þeirra væri ég ekki hér að skrifa þetta til ykkar.
Ég þarf núna tíma til að jafna mig og einbeita mér að edrúmennskunni og leið til bata. Ástin sem ég hef fundið fyrir mun aldrei gleymast og ég hlakka til að geta litið til baka og sagt að ég hafi komist út á réttum enda.

Ég held áfram að berjast!

 

SHARE