„Ég hélt á andvana barninu í báðum lófum og það var fullkomið”

Táraflóð er fyrsta orðið sem kemur í huga undiritaðrar þegar saga Karyn Starr er til umræðu. Karyn lagðist undir hnífinn, þá 21 árs að aldri, til að láta minnka brjóst sín. Hún hefur glímt við þunglyndi í leynum og haldið á andvana fæddu barni sínu í báðum höndum, en hún upplifði fósturmissi á miðri meðgöngu. Þetta og fleira ræðir Karyn meðan hún afklæðir sig í þættinum The What’s Underneath Project og afhjúpar sjálfa sig með öllu; en hún er gengin níu mánuði á leið með barn þeirra hjóna.

Magnþrungið viðtal sem endurspeglar á hárbeittan og þróttmikinn máta líkamsvitund kvenna og hvað í raun er fólgið í því að ganga með og fæða barn í nútímavæddri veröld:

 

SHARE