„Ég mun alltaf elska Bruce“

Caitlyn Jenner sagði frá því opinberlega að hún muni alltaf elska manninn sem hún var áður en hún fór í kynleiðréttinguna, Bruce Jenner.

Sjá einnig: Caitlyn Jenner þykist fá fullnægingu í hóptíma

Caitlyn prýðir nú forsíðu blaðsins Sports Illustrated, 40 árum eftir að hafa unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum árið 1976 í Montreal, þá sem Bruce Jenner. Hún klæddist gylltum samfesting og ber medalíuna um hálsinn.

 

„Ég elskaði Bruce og elska hann enn í dag. Mér líkaði allt sem hann gerði og hversu góð fyrirmynd hann var í vinnu og markmiðum. Ég er stolt af þessum hluta lífs míns en konan bjó innra með mér, allt mitt líf. Ég þurfti á endanum að leyfa henni að lifa og setja Bruce til hliðar. Ég hef verið hamingjusamari seinustu 12 mánuði, en ég hef verið allt mitt líf, “ sagði Caitlyn.

 

SHARE