„Ég sá Jesú þegar ég var krakki“

„Ég ætla aðeins að tala um jólin og hvað þau skipta miklu máli,“ segir Sigga í byrjun þessa myndbands. „Þau skipta mig allavega ofsalega miklu máli.“

Sigga segist hafa verið ofsatrúaður einstaklingur þegar hún var lítil og hafi lesið Biblíuna og predikað fyrir hundana og beljurnar. „Ég sá Jesú þegar ég var krakki. Ég var að blóta Guði í sand og ösku og þá sá ég Jesú koma niður úr skýjunum og benda á mig.“

„Ég var einu sinni alveg skítblönk og átti ekki fyrir gjöfum fyrir börnin mín,“ segir Sigga og segir okkur hvað skiptir raunverulega máli um jólin.

SHARE