„Ég totta manninn minn ekki“

Þessi grein er þýdd af heimasíðunni Your Tango og er reynslusaga.

Það eru margir sérfræðingar í kynlífi og samböndum sem segja að munnmök séu nánast skylduverk. Hvort sem þér líkar það betur eða verr, þá er þetta hluti af því að vera hugulsamur elskandi og annað slagið eigi maður að fara niður á maka sinn.

Ég er hér til að segja þér að það er bull. Kynlíf og kynlífsathafnir eiga bara að vera framkvæmd af þeim sem vilja það mjög mikið. Allavega á athöfnin ekki að láta viðkomandi líða illa.

Sjá einnig: Yfirgefnir staðir og byggingar

Þegar ég var 14 ára lærði ég að það er eitthvað til sem heitir „nauðgun í munn“. Þetta lærði ég því miður því ég lenti í þessu sjálf og þessi reynsla hafði varanleg áhrif á mig. Þó ég hafi jafnað mig á mörgu sem ég hef orðið fyrir eftir að hafa verið misnotuð kynferðislega, er þetta eitt af því sem ég hef ekki náð að komast yfir.

Klám lætur okkur halda ýmislegt sem er alls ekki raunveruleikinn. Munnmök eru ekki eiginlegur forleikur og ekki forsenda þess að stunda kynlíf. Að totta einhvern er valmöguleiki, eins og til dæmis trúboðastelling eða hvaða titrara þú velur þér. En ef þú hefur verið að horfa á klám getur verið að þú teljir það ómögulegt að stunda nokkurkonar kynlíf án þess að munnmök komi þar við sögu.

Það, að það sé skylda að hafa munnmök, er hlægileg. Ef þú fílar ekki að gera það, ekki gera það.

Sjá einnig: Kynlífið: Hvað er „pegging“?

Já, maki minn er mjög skilningsríkur og hefur mikla samkennd með mér varðandi það sem ég lenti í. Hann lætur ekki eins og hann sé að fórna einhverju svakalegu þó hann fá ekki tott þrisvar í viku og tvisvar á sunnudögum.

Í þau skipti sem við höfum talað um munnmök, eða skortinn á þeim, hefur hann alltaf sagt: „Það kynþokkafyllsta sem þú gerir er að elska það sem þú ert að gera við mig.“ Það er ekkert meira sexý en að einhver sé að gæla við líkama þinn og elska það. Það er ekki til manneskja í þessum heimi sem vill frekar fá dapurlegt, gremjufullt tott.

Ég totta ekki manninn minn en ég elska að stunda kynlíf með honum. Ég elska að gera dónalega hluti sem ég gæti ekki einu sinni lýst án þess að roðna. Við notum „dónatal“ og gerum allskonar tilraunir til þess fallnar að veita honum unað og elskum gott kynlíf. Hann fer niður á mig eins lengi og hann nennir því hann nýtur þess og ég nýt þess að hann njóti þess.

Það, að ég sé að kúgast á limnum hann, gráti eða æli, er ekki skemmtilegt fyrir neinn. Ég er ekki gallaður elskhugi þó ég veiti ekki munnmök, ég er ekki sjálfmiðaður eða latur elskhugi. Ég totta bara ekki. Og það er allt í lagi okkar beggja vegna.

Greinarhöfundur heitir Lea Grover og býr í Chicago

Heimildir: Your Tango

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here