„Ég vaknaði með hann ofan á mér“ – Hann montaði sig við vini sína

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Ég er búin að lesa margar sögur undanfarið á Facebook frá þolendum nauðganna, stelpum sem lentu í misnotkun í æsku, sem hafa lent í einhversskonar kynferðisofbeldi og ég fyllist af svo miklu stolti þegar ég sé að þær hafa kjarkinn í að rjúfa þögnina, að þær þori að koma fram undir nafni og segja sína sögu.

Þessar hetjur í lífi mínu eru ótrúlega sterkar konur, ég dáist að þeim fyrir að hafa þorað að segja frá og þær eru ástæðan fyrir því að ég þori að koma undir nafni í dag og rjúfa mína þögn.

 

Fyrir 5 árum var ég að vinna á ónefndum stað, starfsmannahópurinn var mjög þéttur og allir voru vinir, mismiklir vinir, en það var mjög mikið félagslíf á meðal starfsmannanna.

Ég var að vinna með manni sem var alltaf skemmtilegur og hress, djókuðum oft í hvort öðru og það kom alveg fyrir að við vorum bara tvö eftir að vinna saman og þá skutlaði ég honum heim eða hann mér, vorum ágætir félagar og hann stríddi mér mikið því hann þekkti stóru systir mína og hafði unnið með henni í langan tíma, mér fannst það bara fyndið því mér hefur aldrei fundist leiðinlegt að vera þekkt fyrir hver systir mín er.

Aldrei hélt ég að þetta yrði maðurinn sem myndi eyðileggja mig á einni nóttu..

Við vorum á árshátíð í vinnunni okkar sem var haldin útá landi á hóteli, kvöldið var búið að vera æðislegt og svo þegar fólk var komið í glas voru partý í nokkrum herbergjum á hæðinni sem við höfðum útaf fyrir okkur. Í mínu herbergi var frekar lítið partý sem endaði þannig að við vorum nokkur sem vorum þreytt, nenntum ekki að djamma lengur og ákvaðum að fara bara að sofa, við bentum honum á að hann ætti annað herbergi á hæðinni en hann sagðist hafa það fínt bara hjá okkur.

Ég vaknaði með hann ofaná mér, að nauðga mér og ég vissi ekki hvað ég átti að gera, hvað ég ætti að segja, eða hvort ég ætti að segja eitthvað eða gera, hvort hann myndi meiða mig ef ég myndi segja eitthvað þannig ég fraus, ég kom ekki upp orði og lá þarna með tárin í augunum í hræðslukasti þar til ég kom uppúr mér að ég væri að reyna sofa og þá hætti hann. Ég trúði ekki að þetta væri að koma fyrir mig.

Dagurinn eftirá var martröð, við fórum stór hópur á veitingastað og fengum okkur að borða áður en við myndum fara aftur til Reykjavíkur. Þar sagði hann við mig að nóttin hefði verið svo villt, að honum fyndist tvíkynhneigðar stelpur svo sexy, og að hann myndi nota ímyndirnar frá nóttinni í rúnkminnið sitt og bað meira að segja um að fá far til Reykjavíkur….

Dagarnir eftirá voru ótrúlega erfiðir, hann hafði víst verið að monta sig við vini sína að hann hafi orðið heppinn á þessari árshátíð og ég man eftir einum sem hringdi í mig að spurja hvort þetta væri satt. Ég trúði ekki að hann væri að monta sig, og það af þessu.. en hann sagði aldrei frá réttu sögunni.

Á meðan hann var að monta sig af því að vera „flottur gaur“ var ég heima grátandi og gat ekki setið vegna þess hvað mig verkjaði mikið þarna… Sjálfsálitið mitt sem var ekki neitt á þeim tíma fór gjörsamlega niður í mínus og mér leið alltaf ógeðslegri, skítugri, ljótri og einsog þetta væri allt mér að kenna í meira en ár, ég hefði átt að vita betur, ég hefði getað gert eitthvað… ég fór í endalausar sturtur, ég var alltaf í baði að skrúbba mig því ég vildi ná HONUM af mér. Ég grét mig í svefn í marga mánuði, ég fékk martraðir um það sem gerðist á nóttunni og það versta var að mér fannst ég sjá hann allstaðar.

Þegar það kom að því að mæta í vinnuna eftir að þetta gerðist, brotnaði ég algjörlega niður og ég varð að segja yfirmanni mínum hvað gerðist því ég vildi komast hjá því að þurfa að vinna með honum aftur, eftir ég segi henni frá öllu þá hringir vinnusíminn og það er hann, að spurja hver sé að vinna og hvort ég gæti ekki skutlað sér heim því hann væri að vinna á öðrum stað neðar í götunni. Hversu ógeðslegur, hversu siðblindur getur einn maður verið?? Yfirmaðurinn minn talaði við yfirmann sinn og hann ákvað að reka manninn og ég sá hann aldrei inná vinnustaðnum eftir að þetta gerðist.

Ég kærði þegar 5 dagar voru liðnir frá því að þetta gerðist, sem var eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Ég vildi ekki kæra í byrjun því ég vildi ekki að neinn myndi vita að þetta gerðist, ég vildi ekki að neinn myndi “tiptóa” í kringum mig. En þetta fréttist smám saman því ég þurfti vitni og einn góður vinur minn á þeim tíma var eitt vitnanna, sendi mig uppá Neyðarmóttöku þar sem ég fékk áverkavottorð og á meðan ákvað hann að fara og tala við hann um þetta og þegar þeir hittust þá játaði hann þetta, hann sagði að hlutirnir hefðu farið úr böndunum og að þetta hefði aldrei átt að gerast. Hann vissi alveg hvað hann hafði gert, hann játaði þetta.

Svo þegar smá tími leið og ég var kölluð inn til að segja frá minni hlið sögunnar, hann var kallaður inn til að segja sína hlið og vitnin kölluð inn líka. Þá neitaði hann, hann sagði að þetta væri ekki rétt, að þetta hefði verið samþykkt kynlíf.

– Hvernig gat þetta verið samþykkt ef ég var ekki með meðvitund? Hvernig gat þetta verið samþykkt ef ég vakna með hann ofaná mér að nauðga mér?

7 mánuðum seinna fékk ég bréf heim sem stóð að kæran hafi verið felld niður vegna þess að það væru engar sannanir.

– Í alvöru, hvað þarf til að það sé dæmt í svona málum? Hvað er að réttarkerfinu? Hvað ef önnur stelpa lendir í honum? Afhverju ætti einhver að ljúga þessu uppá aðra manneskju?

Ég varð ótrúlega reið kerfinu, og sérstaklega vegna þess að ég hafði verið nýbúin að lesa mál þar sem maður stal í 10/11 og var dæmdur fyrir stuld en maðurinn sem nauðgaði mér fór ekki einu sinni fyrir dóm.

Ég leitaði mér hjálpar á Stígamótum hjá yndislegri konu sem hefur hjálpaði mér mjög mikið og hjá sálfræðingi sem neyðarmóttakan sendi mig til. Áður en ég leitaði mér hjálpar hjá þessum aðilum kenndi ég mér alltaf um þetta því mér leið einsog ég hefði átt að vita betur, að ég hefði átt að reka hann út og segja honum að drulla sér inní sitt herbergi. En hvernig átti ég að vita að strákur sem ég leit á sem góðann félaga minn myndi gera mér þetta?

Í dag veit ég að þetta er svo rangur hugsunarháttur, ég góma mig samt enn í dag oft við það að hugsa þetta, að ég hefði átt að vita betur, en málið er að ég hefði ekki getað vitað það að þetta myndi gerast.

Ég hef alveg fengið spurningar einsog: hvað varstu búin að drekka mikið?

Það skiptir ekki máli hversu mikið eða hversu litið ég hafði drukkið, í hverju ég var eða hvort ég hefði verið flottust og dansað ber að neðan með áfengi í naflanum á mér.

Auðvitað var ég búin að drekka, ég var tvítug á árshátíð að skemmta mér. Í hverju var ég þegar þetta gerðist? ég var með maskarann út á kinn, sofandi í fötum sem ég vaknaði ekki í með brjósthaldarann fráhneptann. Já – magn drykkju og fataval var alveg pottþétt ástæðan fyrir því að mér var nauðgað á meðan ég svaf.

Í dag er ég miklu sterkari en ég ímyndaði mér að ég gæti orðið eftir þetta, ég á frábæra fjölskyldu sem styður við bakið á mér og frábæra vini sem láta mig hlæja. Án þeirra væri þetta ekki jafn auðvelt.

Svo er ég svo heppin að hafa frábærar hetjur í lífi mínu sem sýna mér að ég er ekki ein <3

Vonandi verður þetta hvatning fyrir aðrar stelpur til að koma fram og rjúfa sína þögn

– Katrín Kristín

Screen shot 2013-12-10 at 14.47.36

SHARE