„Ég var misnotuð sem barn“ – Af stjúpföður sínum

Ég er 27 ára stelpa og hef loksins kjarkinn til að segja mína sögu af kynferðisafbroti sem ég lenti í sem barn.

Ég hef nýlega fengið kjarkinn til að ræða þetta en það er að öllu líkindum of seint fyrir réttarkerfið okkar til að kæra manninn sem beitti mig ofbeldi sem barn. Manninn sem ég treysti og sem ól mig að mestu leyti upp, og kom mér í föðurstað. Það sem hann gerði mér hefur haft áhrif á mig alla tíð og mun líklega alltaf gera.

Ég hef ekki skilning á því hvernig nokkur maður getur rænt ung börn sakleysi sínu með því að misnota þau. Þetta eru að mínu mati verstu brot sem hægt er að fremja, en samt fá þessir menn sem eru kærðir væga dóma miða við brot þeirra. Svo eru einnig margir sem aldrei kemst upp um, því stelpur eins og ég hafa ekki haft kjark til að kæra þá og ganga þeir enn lausir.
Maðurinn sem beitti mig kynferðisafbroti sem barn var stjúpfaðir minn. Mamma mín og hann bjuggu saman þar til ég var 7 ára. Þau eiga strák saman sem er ástæða þess að ég þorði aldrei að tala um atburðina sem ég lenti í, því ég vildi vernda litla bróður minn frá því að þurfa að vita hver faðir hans er raun og veru. Sem hefði líklegast orðið til þess að hann hefði lítið kynnst honum. Þetta var eina sem ég hugsaði þegar þetta var að rifjast upp að ég vildi hlífa honum fyrir þessu. Ég sem barn vissi ekki betur, en hef oft reynt, en það tók mig öll þessi ár að fá kjarkinn.
Ég hef lokað þessa atburði ínní mér í yfir 15 ár. Ástæða þess að, að lokum gat ég ekki meir, er að ég flutti frá Reykjavík frá mínum nánustu og fór að stunda nám á Akureyri og stundun kemur einmanaleikinn upp og þá rifjast þetta upp. Ég hef reynt að loka á það en hefur ekki gengið. Hef fengið trekk í trekk martraðir um atburðinn, ég sem hélt að ég væri laus við þessar minningar.
Kynferðisafbrotið átti sér stað þegar ég var 8-9 ára gömul, þá var stjúpfaðir minn hættur með mömmu og byrjaður með annarri konu. Á þeim tíma byrjaði hann einnig að drekka meira sem að sjálfsögðu réttlætir ekki það sem hann gerði mér. Hann var mér sem einskonar helgarpabbi. Fór til hans um helgar, með tímanum fór ég að kvíða fyrir þessum heimsóknum því ekki voru þær mér skemmtilegar. Ég vildi samt fara því ef ég væri ekki með litla bróðir mínum, myndi hann byrja að spyrja af hverju ég færi ekki og hefði engin svör við því.
Hann káfaði á mér, lét mig snerta kynfæri sín. Það versta er samt að ég var eitt skipti sofandi og vaknaði við það að hann var uppá mér, þóttist vera sofandi því þá yrði sársaukinn minni. Ég gat ekkert gert eða hreyft mig og sá ekkert í stöðunni nema þykjast vera sofandi. Ég hef horft framan í hann í öll þessi ár vitandi þetta en get það ekki lengur. Reiðin er sprungin og vanlíðan er komin upp. Brotin sem hann beitti mig eru ástæða þess að ég er mjög lokuð og hef alla tíð síðan átt erfitt með að treysta fólki. Mér líður oft á tíðum mjög illa í sálinni að hafa haldið þessu leyndu í þetta langan tíma.

Verst af þessu öllu finnst mér að ég hafi ekki haft kjarkinn þegar ég var um 10 ára þegar hann var sakaður um kynferðisafbrot af öðrum stelpum. Eftir það hætti ég að fara reglulega til hans og er feginn í dag að ég þyrfti ekki að þola þessi afbrot í lengri tíma. Þegar kærurnar komu upp neitaði ég fyrir allt og lokaði þetta bara inni. Barnasálfræðingur reyndi einnig að fá eithvað uppúr mér en ég passaði mig á að segja ekkert. Maður getur ekki annað en hugsað hvað ef ég hefði bara tjáð mig. Þá væri ég að öllu líkindum búin að fá hjálp og vinna úr mínum málum. En í staðinn þarf ég sem fullorðin manneskja að leita mér hjálpar hjá sálfræðingi sem kostar ekki lítið, eða að bíða með að ná mér þar til ég flyt aftur suður eftir að námi líkur og fá ókeypis þjónustu sem er í boði þar fyrir þolendur kynferðisafbrota hjá Stígamótum.
Ég er guðs lifandi fegin að það sé búið að breyta réttakerfinu í dag til að börn sem verða fyrir ofbeldi geta kært og að fyrningartíminn byrji ekki að tikka inn fyrr en barnið hefur náð 18 ára aldri.

SHARE