“Ég veit ekki hvar ég bý…”

Ég myndi vilja lýsa sjálfri mér sem eldmóðsmanneskju, sem hefur alltaf heilan helling að segja, en um leið líður mér eins og pínulitlu peði þegar kemur að heildinni. Það breytir því þó ekki að ég vil alltaf það besta fyrir allt fólk. Þó að mér líði eins og brotið hafi verið á mér, get ég samt sem áður fundið til samkenndar með viðkomandi. Kannski verð ég léttilega sár, en á móti kemur þarf ég ekki mikið til að vera sátt með lífið og tilveruna. En það er ekki bara ég sem þori ekki að tala upphátt fyrir framan fjölda fólks, enda fyllist ég hryllingstilfinningu þegar ég sé fjöldan allan af augum á mér og hef því haft þann vanann á að segja sem minnst svo að of margir heyri í einu. Það eru allir þessir sem upplifa sig sem peðin þegar kemur að heildinni, en átta sig ekki á því að öll peðin eru heildin.

Sjá einnig: Er ég andleg eða „andleg“?

ég 2

Margir segja að margt smátt geri eitt stórt, en þetta er kannski ein af mörgum tilraunum sem enginn “sem skiptir máli” heyrir. Ég skrifaði einhverjar línur í pirrings-, eldmóðs-,örvæntingskasti þar sem næstum ekkert annað komst að nema að mig langaði til að skilja allt sem ég hef byggt mér upp í gegnum ævina eftir og kyssa landið mitt bless. Málið er að svo margir hafa nú þegar upplifað þá tilfinningu, fyrir jafnvel löngu síðan og yfirgefið landið til þess að geta upplifað þá tilfinningu að loforð eru uppfyllt.

Sjá einnig: Fallega Ísland: séð í gegnum augu erlends ferðamanns

Auðvitað vilja þeir sem eiga meira en nóg, halda því sem þau eiga, því án þess væru þau eins og við hin. Það væri gríðarlega flókið ferli að laga ástandið ef farið væri í það mál. Við erum bara það lítil að afleiðingarnar af öllum breytingum hefði áhrif á annað mikilvægt og óánægjan myndi sýna sig hvar sem nippað er í fjárútlátin. Það vita margir og þess vegna kemur upp þessi vonleysistilfinning sem leynir sér vart þegar venjulegt fólk sem heldur þessu samfélagi á floti, er spurt.

 Sko… ég er bara væntanlega bara ein af þessum litlu röddum sem heyrist varla tíst í, en ég veit að það er hellingur af svona litlum röddum hingað og þangað í okkar litla landi, sem sitja allar í sínu horni og óska sér þess að landið okkar væri betur búið til að bjóða okkur velkomin inn í mannsæmandi líf þar sem við getum verið stolt af því að vera fullorðið fólk og byggt okkur framtíð. Flest okkar eru sérlega duglegir vinnuforkar og stöndum af okkur rokið sem blæs á móti, en um leið stöndum við í stað. Svo virðist að það sé sama hversu mikið maður vinnur, eða hversu háa leigu maður greiðir, þá er draumurinn um að fólk sem rekur heimili, geti nokkurn tíma unnið það mikið til að leggja fyrir til útborgunar á íbúð og þar með eignast sitt eigið heimili. Hver verður ekki skúffaður yfir því að bankarnir eða aðrir sjóðir hreinlega sitja á þeim íbúðum sem þeir tóku af fólki, fyrir þeirra eigin tilstilli. Fólk bugaðist undan greiðsluálagi, vegna þeirra sem tóku af þeim þakið. Væri möguleiki fyrir manneskju, sem þarf að greiða undir aðra einstaklinga, svo sem börn, að koma einhvern tíma til með að kaupa sér íbúð? Þurfum við að hækka vinnuprósentuna okkar upp í 200% svo að við getum að 5 árum liðnum verið viss um að við þurfum ekki lengur að lifa í von og óvon um að við fáum leigusamningnum okkar framlengdan eitt ár í viðbót og átt okkar eigin eign? Þetta er bara svona hugleiðing… en þar sem ég vinn við þannig starf að ég heyri um þetta talað á hverjum einasta degi og jafnvel oftar á dag. Það kveikir í manni bjálaðan eldmóð og manni langar til að lesa yfir hausamótunum á einhverjum bjánum sem gera ekki neitt í þessu. En til hvers að vera að röfla yfir svona löguðu…? Við eigum bara að vinna og þegja og vinna fyrir okkar eignum. Sem er rétt að mörgu leiti, en ef við eigum að reiða fram um og yfir 200.000 krónur á mánuði fyrir leigu á hóflegri eign, ættum við þá ekki að fara léttilega með það að hafa mun lægri greiðslubyrgði af okkar eigin húsnæði? Ég veit að mál mitt er ekki fyllilega tæmandi, en þetta er svo brjálæðislega út í hött. Ég vinn og vinn og vinn, hef tvisvar sinnum átt eignir á ævi minni, en í dag á ég ekki neitt, en er miklu betur stödd en heill hellingur af fólki. Er mannsæmandi fyrir fjögurra barna fjölskyldu að þurfa að flytja heim til foreldra sinna, eða fyrir einstætt fólk að þurfa að hugsa sér að borða aðeins pakkanúðlur, loka augunum og vona að annað hvort leiguverð lækki, svo þau geti safnað í nokkuð mörg ár fyrir útborgun eða geti leyft sér að dreyma um átakalausa framtíð? Vandamálið er ekki bara hátt leiguverð, heldur skorturinn á leiguhúsnæði. Ég ætti kannski að hætta þessum draumórum, gerast áskrifandi á öllum happadráttum, hætta að kvarta yfir því að ég viti ekkert hvar ég á að búa eftir stutta stund, láta eins og ekkert sé? Elsku Ísland, ég elska þig, en þér finnst flottara að fáir séu töff á meðan hinir eru lúðar, svo ég veit ekkert hvort að mig langi til að vera vinur þinn lengur. Ég ætla bara að búa í Hvergilandi, því hér eru engar íbúðir og engar úrlausnir fyrir þau sem þurfa á því að halda. Takk fyrir pent..

Er þetta bara framlenging á pirringskastinu, sem síðan leiðir huga minn að öllum þeim afleiðingum sem svona staða hefur á fólkið í landinu? Hafa afleiðingarnar kostnað í för með sér fyrir ríkið í heild sinni? Hvar er rót vandans og er einhver farsæl leið til lausnar á vandanum? Það eru auðvitað draumórar að ætlast til þess að einhverjar breytingar verði á, er það ekki? Já, er spurningin þá ekki bara sætta sig við að það sem er orðið og það sem mun koma til að vera raunin?

Nú rembast allir við að halda núvitund, því enginn getur lengur horft á fortíðina, né framtíðina. Auðvitað verðum við að horfa fram á veginn til að tjekka reglulega á því hvort að það sé ekki einhver ljóstýra við endann á göngunum og það þýðir ekki neitt annað en að halda sér á floti með því að vera jákvæður og vona hið besta. Við verðum að geta hugsað með okkur að það verði allt í lagi með okkur og börnin okkar, alla vegna þorað gera okkur í hugarlund. Vonandi kemur breytingin ekki of seint fyrir fleira fólk.

sjá einnig: Barnið mitt fékk krabbamein

Þjóðernisstoltið og viljinn til að börnin manns alist upp á þessu landi, taki við af okkur, er oft það eina sem heldur okkur hér, en hvað erum við að láta þau taka við?

Það mátti svos em reyna að segja eitthvað “upphátt”

SHARE