„Ég vil frekar laga eitthvað á sjálfri mér en að kaupa nýjan sófa“

„Hvenær er rétti tíminn til að gera hlutina“ veltir Sigga Kling fyrir sér í þessu myndbandi. „Við ætlum oft að gera hlutina þegar börnin eru fermd, eða þegar við erum orðin fertug og svo er aldrei rétti tíminn því við ýtum tímanum á undan okkur.“

„Ég fór í svuntuaðgerð og það er það besta sem ég hef gert. Krakkarnir höfðu búið þarna og gengið illa um og ég lét laga á mér magann,“ segir Sigga og bætir við: „Ég vil miklu frekar laga eitthvað á sjálfri mér en að kaupa mér nýtt sófasett, það get ég sagt ykkur kæru konur.“

Sigga segir að NÚNA sé rétti tíminn til að gera hlutina. „Ef þú ert með annan fótinn í fortíðinni og hinn fótinn í framtíðinni, þá mýgurðu á núið, og það er það eina sem þú átt í dag,“ segir Sigga.

Sigga deilir líka með okkur ljóði sem hún samdi þegar hún var ung að aldri:

Trúðu á mátt þinn og meginn
Trúðu að sá máttur sé þinn eiginn
Vertu lífinu feginn 
Þá ratarðu rétta veginn

SHARE