„Ég vildi sýna heiminum hversu falleg, skemmtileg og glaðlynd þau eru”

Gullfalleg ljósmyndasería sem er hugarsmíði þýska ljósmyndarans Dai Lyn Power (Linda Dajana Krüger) og ber nafnið Real Prettiness, er helguð einstaklingum með Downs heilkenni, en svo nefnast einstaklingar sem fæðast með ákveðna gerð litningargalla.

original (6)

Talið er að u.þ.b. 6 börn af hverjum þúsund fæðist með litningargalla en nokkur hundruð slíkir gallar eru þekktir. Downs heilkenni kemur m.a. fram þegar aukaeintak af litningi númer 21 er í frumum barnsins, en Downs heilkenni finnst að meðaltali hjá einu af hverju 700 til 1000 börnum.

original (1)

Einstaklingar með Downs heilkenni eru afar fjölbreytilegir þó þroskamynstur þeirra og útlitseinkenni séu sérkennandi. Hver og einn sem fæðist með Downs heilkenni er einstaklingur ólíkur öðrum og einkenni Downs heilkennis birtast á ólíka vegu, allt eftir því hver á í hlut.

original (2)

Þau sérkenni sem einkenna hvern og einn er viðfangsefni og fókuspunktur Dai Lyn í myndaseríunni, en hún beinir linsunni að þeim einstaklingum sem búa að baki heilkenninu – sem eru jafn ólíkir og einkennin sjálf. Ljósmyndirnar eru sérstæðar, fallegar í eðli sínu og fjölbreytilegar – en þær sýna konur og karlmenn með Downs heilkenni eins og þau kjósa sjálf að koma fram fyrir umheiminum; sjálfsörugg og með fullt vald á eigin aðstæðum.

original (3)

Samkvæmt því er kemur fram á Huffington Post hóf Dai Lyn að mynda fyrirsætur sínar sl. sumar, í samstarfi við Diaknoiewerkstatt Mannheim Neckarau, sem er ákveðin gerð þjónustumiðstöðvar sem rekur starfaþjónustu fyrir fatlaða einstaklinga í Þýskalandi.

original (4)

Í gegnum starfaþjónustuna komst Dai Lyn í samband við einstaklinga með Downs heilkenni sem samþykktu að sitja fyrir hjá ljósmyndaranum – en að baki hverri og einni ljósmynd liggur ómæld vinna við val á fatnaði og förðun – sem var sérvalið fyrir hvern og einn.

Ég vildi sýna umheiminum hversu hamingjusamir, glaðlyndir, skemmtilegir og opnir persónuleikar þau í raun öll eru. Þau eru bara þau sjálf og koma til dyrana eins og þau eru klædd. Það er engin tilgerð í framkomu þeirra.

original (5)

Þau sögðu mér öll sem eitt að þeim hefði liðið eins og faglegum fyrirsætum – ein þeirra sagði mér að henni hefði liðið eins og Marilyn Monroe. Að henni hefði alltaf dreymt um að verða fyrirsæta og að nú hefði draumur hennar ræst. Þau voru öll mjög stolt af ljósmyndaröðinni og sögðu öllum sem heyra vildu frá verkefninu og þeirra eigin þáttöku.

Tumblr ljósmyndablogg Dai Lynn: HÊR

SHARE