Eggaldin- og risottobaka

Frábær uppskrift frá Allskonar.is

Þessi eggaldinbaka er meiriháttar góð og seðjandi, fljótleg og einföld en full af góðu bragði.

Þú getur notað arborio hrísgrjón/risotto grjón, venjuleg hrísgrjón,brotið spaghetti út í, eða notað pastaslaufur.

Eggaldin- og risottobaka fyrir 4

 • 1 msk ólífuolía
 • 1 sellerístilkur, saxaður
 • 1 gulrót, söxuð
 • 2 hvítlauksrif, marin
 • 125gr arborio grjón
 • 500ml vatn
 • 1 teningur grænmetiskraftur
 • 500ml passata
 • 2 msk tómatpúrra
 • 1/2 tsk cayenne pipar
 • 1/2 tsk cumin, malað
 • 2 eggaldin, skorin í tvennt langsum
 • 12 grænar ólívur
 • 5 kokteiltómatar
 • 1/2 rauðlaukur, í hringjum
 • 2 tsk oregano, þurrkað
 • smá rifinn parmesan
 • ólífuolía

Undirbúningur: 15 mínútur

Eldunartími: 40 mínútur

Hitaðu ofninn í 180°C.

Settu olíuna í stóran pott og steiktu sellerí og gulrót í olíu við meðal hita þar til gulræturnar fara að mýkjast. Bættu þá við hvítlauk og steiktu í 1 mínútu.

Bættu nú við risottogrjónunum, vatni og grænmetiskraftinum, passata tómatmaukinu og tómatpúrrunni. Láttu sjóða í 5 mínútur við vægan hita, hrærðu í annað slagið.

Á meðan skaltu setja ólífuolíu, cayenne pipar og malaða cuminið í skál. Skerðu eggaldinin í tvennt langsum og penslaðu kryddblöndunni á. Steiktu eggaldinin á pönnu þar til gullin, penslaðu með afgangnum af kryddolíunni.

Sjá einnig: Bauna- og kartöflukarrí

Settu nú tómatblönduna í eldfast mót, blandan er frekar blaut, en það er allt í fínu lagi, grjónin sjúga í sig vökvann í ofninum. Skerðu eggaldinin í sneiðar og raðaðu ofan á. Dreifðu ólífum, oregano, tómötum og rauðlauk yfir og rífðu örlítið af parmesan yfir. Dreifðu smá ólífuolíu yfir réttinn og bakaðu í ofninum í 30 mínútur eða þar til grænmetið er orðið gullið og vel steikt og allur vökvi kominn inn í grjónin.

Berðu fram með grófu nýbökuðu brauði.

Endilega smellið einu like-i á Allskonar á Facebook

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here