Eiga fyrirtæki að borga fyrir krabbameinsleit?

Fyrir nokkrum dögum sögðum við ykkur frá því hvernig Opin kerfi buðu öllum starfskonum að fara í krabbameinsleit á kostnað fyrirtækisins. Greinin vakti verðskuldaða athygli en eftir situr sú spurning hvort að þetta sé eitthvað sem falla mætti undir samfélagslega ábyrgð fyrirtækja?

Hjá Opnum kerfum starfa 22 konur og auk þess að bjóða þeim að fara í krabbameinsleit þá tók fyrirtækið líka þátt í Bleika mánuðinum og safnaði fé.

Um leið og við hjá Hún.is viljum hvetja allar konur til að fara í krabbameinsleit þá finnst okkur þetta nokkuð áleitin spurning, þ.e. hvort að fyrirtæki eigi að borga eða taka þátt í kostnaði við krabbameinsleit. Í dag kostar um 6000 krónur að fara í leitina og eflaust eru einhverjar konur sem hafa ekki alltaf efni á því að borga þá upphæð.

Þar sem við erum alveg sérstaklega ánægð með þetta framtak hjá Opnum kerfum fengum við þau til að skora á annað fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, en Opin kerfi kusu að skora á Nýherja um að bjóða öllum starfskonum sínum í krabbameinsleit.

Hvað finnst þér? Ætti þetta að vera hluti af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja? Eiga fyrirtæki að taka af skarið og bjóða starfsfólki sínu upp á reglulegar rannsóknir á borð við krabbameinsleit?

SHARE