Eigandi iStore skellti sér í leiðangur til Akureyrar

Eigandi iStore skellti sér í leiðangur til Akureyrar til að hitta Kristján Loga sem 8 ára skólastrákur og færði honum iPad að gjöf, en hann er tuttugasta og fimmta langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá iStore. Það var ekki fyrr en hann var 6 mánaða að í ljós kom að hann var ekki að fylgja jafnöldrum sínum í þroska. Í dag hefur hann verið greindur með CP. Hann er fjölfatlaður, flogaveikur, bundinn hjólastól og getur ekki tjáð sig með orðum. Við bindum miklar vonir til þess að hann geti tjáð sig í framtíðinni með iPadinum. Hann gengur í Giljaskóla á Akureyri, er þar í sérdeild þar sem hann mun fá þjálfum við nota iPadinn. Þessi glaðværi strákur á líklega eftir að brillera! Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju með þessi tímamót.

Sigurður Þór eigandi iStore þakkar Flugfélagi Íslands fyrir að styrkja framtakið með flugfari og viðskiptavinum okkar því það eru þeir sem gera okkur mögulegt að halda þessu áfram.
iPadar númer 26,27,28,29 og 30 munu gleðja einhver langveik börn fram að 1. des næstkomandi en þá munum við fagna 3ja ára afmæli þessa framtaks okkar.
Sendið ábendingar um börn á iborn@istore.is og vinsamlegast endursendið ef að umsókn hefur verið send áður.
SHARE