Eiginkona Hugh Jackman er orðin þreytt á að vera kölluð heppin

Eiginkona leikarans Hugh Jackman, Deborra-Lee Furness segir að það sé mjög dónalegt að segja að hún sé heppin að vera gift Hugh. Flestir vita að leikarinn Hugh Jackman er álitinn mjög kynþokkafullur og fær eiginkonan hans stöðugt að heyra það og lesa um það hvað hún sé heppin að vera gift honum og nú er hún komin með nóg.

Deborra finnst þessi stöðuga áminning vera niðurlæging fyrir sig og segir að það sé verið að líkja því við að hún hafi unnið hann á tombólu.

Hugh og Deborrah hafa verið gift í 18 ár og eiga þau 2 börn saman. 14 ára gamlan strák og 9 ára gamla stelpu.
Í viðtali við The Australian Women´s Weekly tjáir Deborrah sig um þær áskoranir sem verða á vegi hennir þrátt fyrir frægð fjölskyldunnar. Hún vill meina að fólk haldi að hún þurfi ekki að kljást við nein vandamál og áskoranir þar sem hún sé gift frægum manni en þau eins og allir aðrir eiga við vandamál að stríða.

Eiginmaður hennar heldur því statt og stöðugt fram í viðtölum sem hann fer í að hann sé sá heppni þegar kemur að hjónabandinu. Hugh segir að konan sín sé frábær, gáfuð, frábær leikkona, móðir og eiginkona. Þegar hann var svo spurður í viðtali við YourTango.com hvað sé grundvöllurinn að löngu og farsælu hjónabandi sagði hann að fólk verði að elska hvort annað, virða og vilja vera með hvort öðru.

SHARE