Eiginkona hjartaknúsarans og fyrrum konutryllisins Tom Jones, Melinda Rose Woodward er látin 75 ára að aldri. Parið kynntist fyrst í Pontypridd þegar þau voru aðeins 12 ára gömul og voru þau gengin í hjónaband þegar þau voru 16 ára og hafa þau því verið gift í 59 ár.

Sjá einnig: Viðbrögð við greiningu krabbameins

Melinda hafði glímt við stutta en harða baráttu við krabbamein og þurfti söngvarinn að drífa sig heim frá tónleikum í Manila, en hafði þó lengi vel neitað að viðurkenna fyrir fjölmiðlum alvarleika veikinda hennar. Melinda hefur barist við krabbamein tvisvar sinnum áður og var hún mikil reykingamanneskja

Sjá einnig:10 ástæður fyrir því að það er gott að gifta sig

Þau eiga einn son saman, Mark (59) sem starfar sem umboðsmaður föður síns, en þrátt fyrir að Tom hafi gortað sig af því að hafa sængað hjá 250 konum eitt árið á hápunkti ferils síns, var hjónaband þeirra að hans eigin sögn grjót hart.

Hún er það mikilvægasta í mínu lífi.

Hún er ótrúleg kona. Linda er ástin í lífi mínu og er enn, þó að hún líti ekki út fyrir að vera það og ég ekki heldur, en ég reyni mitt besta.

Sjá einnig: Hann er með Alzheimer og búinn að vera giftur í 60 ár – Þetta er það fallegasta sem þú sérð í dag

 

 

0001CBDF00000C1D-3533719-image-m-18_1460370812175

2D22D15F00000578-3533719-Sir_Tom_Jones_s_wife_of_59_years_Lady_Melinda_Rose_Woodward_has_-m-16_1460370361670

330EEB1100000578-3533719-image-a-34_1460371727766

330EEB1700000578-3533719-The_couple_on_holiday_in_Majorca_in_1967-m-24_1460371551282

330EFABE00000578-3533719-image-a-37_1460371854815

SHARE