Vandræðalega heitt: Titlaður „Heitasti Fangi Heims” á Facebook

Handtaka lögreglunnar í kjölfar rassíu sem gerð var í Stockton, Kaliforníu í síðustu viku og myndbirting af sakborningi á Faceobok síðu lögreglunnar hafði fremur óvæntar afleiðingar í för með sér fyrir alla hlutaðeigandi.

Hinn ætlaði glæpamaður heillaði bandarísku kvenþjóðina upp úr skónnum með ísbláu augnaráðinu, sterklegum kjálkum og karlmannlegu yfirbragði á raðmynd lögreglunnar af handtökum vikunnar. Allt án þess að ætla sér það, eiginkonu hins bandaríska Jeremy Mekks til skelfingar og niðurbrotinnar móður hans til ómældrar undrunar.

Handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð

Facebook hefur bókstaflaga logað undanfarna daga; einhverjar konurnar hafa boðist til að greiða út tæplega 103 milljóna króna (ISK) tryggingu fyrir karlmennið á myndinni sem sjá má hér að neðan og hafin hefur verið söfnun til handa sjarmatröllinu, sem var handtekinn fyrir ólöglegan vopnaburð en heldur staðfastlega fram sakleysi sínu.

 

Þessi ljósmynd gerði allt VITLAUST á Facebook síðu lögreglunnar í sl. viku:

article-2663696-1EF0A64D00000578-961_634x711

 

Jeremy, gersamlega grunlaus um allan uslann sem hann olli á Facebook með augnaráðinu einu saman, hefur meðan á öllu hefur staðið beðið þess að koma fyrir dómara í Stockton, Kaliforníu og hafði enga hugmynd um að hann hefði sett bandarísku kvenþjóðina á annan endann með breiðum kjálkunum fyrr en eiginkona hans tjáði honum að hann væri orðinn eftirsóttasti fangi Bandaríkjanna.

Stærstu fjölmiðlar vestanhafs herja á grunlausan fangann

Fjölmiðlar vestanhafs hafa verið duglegir við að flytja fregnir af óvæntum vinsældum fangans, sem ekkert lát virðist vera á og fóru leikar svo að sjónvarpsfréttamaður fór nauðbeygður til fundar við Jeremy, sem heldur staðfastlega fram sakleysi sínu og vonar að hann verði brátt látinn laus, en Jeremy er tveggja barna faðir og þvertekur fyrir að ásókn kvenþjóðarinnar muni breyta nokkru um núverandi hjúskaparstöðu sína.

U.þ.b. 70.000 konur hafa líkað við ljósmynd lögreglunnar

Þegar þetta er skrifað hafa yfir 70.000 konur líkað við ljósmynd lögreglunnar af Jeremy og virðist ekkert lát á. Eiginkona Jeremy er sögð örvita af reiði yfir viðbrögðum og hefur líkt aðdáun á eiginmanni hennar við „lélega paródíu” og segir almenning gera lítið úr alvöru málsins, en meti dómari stöðu Jeremy honum sjálfum í óhag blasir þungur dómur við einum „heitasta fanga heims” sem áður afplánaði 9 ára dóm fyrir vopnað rán.

Segist saklaus og beiðist þess að snúa heim til konu og barna

Sjálfur þvertekur Jeremy fyrir að hafa framið lögbrot með vopnaburðinum og segist gjörbreyttur maður, en hann vonar að þessi nýfengna frægð verði til að beina sjónum réttlætis að stöðu hans og fjölskyldunnar í þeim tilgangi að leysa hann úr gæsluvarðhaldi og gera honum kleift að snúa heim aftur.

 

Hér má sjá furðulostinn Jeremy ræða nýfengna frægð við sjónvarpsfréttamann ABC:


ABC US News | ABC Celebrity News

Hér má lesa um sjálfa handtökuna og eðli ákæru sem gefin var út í framhaldinu á hendur Jeremy en athyglisvert er að lesa athugasemdirnar, sem flestar virðast snúast um karlmannlegt útlit Jeremy – en til að skoða sjálfa ljósmyndina sem setti bandarísku kvenþjóðina á annan endann, smellið HÉR

SHARE