Eiginkonan var að eitra fyrir honum – Náði því á falda myndavél

Ónefndur maður í ameríska flughernum fór að finna eitthvað óbragð af kaffinu sínu og skildi ekkert hvað var í gangi. Hann hélt áfram að drekka kaffið í 2-3 vikur en ákvað svo að kaupa strimla sem eru notaðir í sundlaugar til að sjá hvaða efni eru í laugum og sjá hversu hreinar þær eru. Hann setti svo upp falda myndavél því hann grunaði að konan hans væri að eitra fyir honum. Ástæðan fyrir því að hún var að eitra fyrir honum sagði maðurinn að væri væntanlega til að drepa hann og fá líftrygginguna hans greidda.

Maðurinn hefur nú vitaskuld sótt um skilnað og konan, Melody Felicano, hefur verið handtekin.

SHARE