Eiginmaður Bobbi Kristina: Fékk fregnir af andláti Bobbi á internetinu

Breski vefmiðillinn Mirror greinir frá því að Nick Gordon, eiginmaður Bobbi Kristina Brown, hafi ekki verið sérstaklega látinn vita af andláti Bobbi heldur hafi hann séð tíðindin á internetinu líkt og almenningur. Fyrr í þessum mánuði var sett lögbann á Nick og honum bannað að koma nálægt Bobbi. Hefur hann verið ákærður fyrir ofbeldi gagnvart Bobbi og jafnvel talinn eiga þátt í andláti hennar.

Sjá einnig: Dóttir Whitney Houston finnst meðvitundarlaus í baðkari

Bobbi-Kristina-Brown-R-and-Nick-Gordon

Fjölskylda Nick sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi og sögðu hann vera gjörsamlega eyðilagðan yfir andláti Bobbi. Að þeirra sögn hefur það verið hreint helvíti fyrir Nick að vera haldið frá henni.

Nick elskaði Bobbi af öllu hjarta. Hann hefur þjáðst mikið undanfarið.

SHARE