Eiginmaður Celine Dion er látinn

Eiginmaður og umboðsmaður söngkonunnar Celine Dion, René Angélil, er látinn. Hann lést fimmtudaginn 14. janúar eftir margra ára baráttu við krabbamein í hálsi.

Sjá einnig: Celine Dion hættir við tónleikaferðalag vegna veikinda eiginmanns hennar

Upplýsingafulltrúi fjölskyldunnar sendi frá sér þessa yfirlýsingu seinni part fimmtudagsins.

René Angélil, 73, lést í morgun á heimili sínu í Las Vegas eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Fjölskyldan biður fjölmiðla um virða einkalíf sitt en frekari upplýsingar verða gefnar síðar.

Sjá einnig: Vill deyja í örmum eiginkonu sinnar

René og Celine kynntust fyrst þegar hún var 12 ára en hann 38. Þau giftu sig árið 1994 og eignuðust þrjá drengi saman. Elsti strákurinn þeirra er 14 ára og ber nafnið René-Charles. Fyrir fimm áru komu síðan tvíburadrengirnir Nelson og Eddy í heiminn.

Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir fyrir fjölskylduna en Celine Dion sá alfarið um að René undir lokin.

Celine-Dion-Family

celine-dion-husband-cancerjpg

 

SHARE