Eignuðust eineggja þríburadætur með náttúrulegu aðferðinni – Sjaldgæft!

Þegar um glasafrjóvgun er að ræða verða börnin oft fleiri en eitt. En þegar náttúrulega leiðin er farin gerist það ekki nema í 1:200 milljón tilvika að þríburar fæðist.

Hjón ein frá Wales eru einmitt ein af þessum 200 milljónum því að í síðastliðnum mánuði fæddust þeim þrjár, fullfrískar, eineggja dætur.

Foreldrarnir, Karen og Ian Gilbert fengu nú um helgina að fara heim með dæturnar Ffion, Maddison og Paige. Þær hafa verið á gjörgæslu síðastliðnar sex vikur.

„Annars er alveg ótrúlegt að þær skuli vera hér hjá okkur því að læknar lögðu hart að okkur að ljúka þessari meðgöngu. Þeir óttuðust þessa sjaldgæfu aðgerð náttúrunnar- eitt egg sem varð að þrem fóstrum og töldu að fyrr eða síðar myndu fóstrin deyja í móðurkviði“.

Meðgangan var erfið en hjónin tóku ekki í mál að eyða fóstrunum, börnunum sínum.

„Þær uxu og stækkuðu svo ört að Karen fannst að hún væri hreinlega að springa. Hún fór vikulega í eftirlit og börnin þroskuðust vel.  Þegar hún fór í síðustu skoðun leið henni afar illa, svo byrjuðu hríðirnar og dætur okkar komu í heiminn. Þær voru teknar með keisaraskurði“. Segja þau í samtali við Dailymail.

Karen segist hlakka til að kynnast dætrum sínum og hún sjái nú þegar að þær séu hver „með sínu sniði“. Enn eru þær ósköp smáar, hafa ekki náð eðlilegri fæðingarþyngd.

Foreldrarnir segjast varla hafa þorað að taka þær upp þegar þær fæddust því að þær voru svo smáar.

„Nú eru þær komnar heim og við erum að ná tökum á hinu daglega lífi með þeim!  Læknarnir héldu að þær yrðu að vera lengur á sjúkrahúsinu en þær brögguðust svo vel að við fengum þær heim fyrr en við bjuggumst við“.

Foreldrarnir eru innilega þakklátir öllu starfsfólki sjúkrahússins sem annaðist fjölskylduna mjög vel og tók innilega þátt í gleði og hamingju þeirra. Þetta er alveg hreint ótrúlegt.

SHARE