Eineggja tvíburar vilja verða ófrískar á sama tíma með sama manni

Þær Anna og Lucy DeCinque eru 37 ára gamlir, eineggja tvíburar. Þær hafa orðið frægar fyrir að koma fram í raunveruleikaþættinum Extreme Sisters þar sem fylgst er með systrum sem eru bundnar sérstökum og óvenjulegum böndum.

Í viðtali sem systurnar, sem eru frá Ástralíu, mættu í nýverið sögðu þær frá óvenjulegu framtíðarmarkmiði þeirra. Þær sögðu að þær vildu „upplifa allt í lífinu saman“ og þegar þær voru spurðar um barneignir sagði Anna: „Við getum ekki lifað án hverrar annarrar og við getum ekki verið í sundur. Ef það er mögulegt, viljum við gjarnan vera óléttar saman.“

Anna og Lucy eiga sama unnusta svo það gæti alveg hent að hann barnaði þær báðar á sama kvöldi.

SHARE