Einfaldar og góðar kökuuppskriftir í ferminguna

Við birtum í gær uppskriftir af girnilegum og einföldum réttum til að hafa, til að mynda,  í fermingarveislum. Hér eru fleiri uppskriftir frá henni Guðbjörgu sem henta alveg einstaklega vel á eftirréttaborðið í veislunni.

Rocky road

600 gr súkkulaði (gott að nota 500gr rjómasúkkulaði og 100gr suðusúkkulaði)photo3[3]
Poki Pistasíukjarnar
100 gr salthnetur
Poki dumle karmellur-skornar til helminga
10 stk rolo
Þykk Karmellusósa, kæld

Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði, karmellur skornar í bita ásamt hnetum. Bökunarplata klædd með bökunarpappír, súkkulaðiblandan er smurð á plötuna og leyft að kæla sig í um 20 mínútur.

Brotið í bita.

 ——————

 Súkkulaði og hnetusmjörsbollakökur

1 pk devils foodcake mix
1 pk Royal súkkulaðibúðingsmix
1 bolli sýrður rjómi
1 bolli rapsolía
4 egg
2 tsk vanilla
½ bolli volgt vatn

24 stk, það nammi sem þig lystir. T.d.ReesesPeaces, Peaunutbuttercups, Galaxy, Rolo eða Villiköttur. Skorið til helminga/litla bita.photo2[12] copy

Allt sett saman í hrærivél nema sælgætið- kökumix, Royal búðingsmix, sýrður rjómi, olía, egg, vatn og vanilla. Kökudeig sett til helminga í möffinsform og nammið sett í miðjuna, kökudeig sett yfir.

Bakað við 180 gráður í 22-24 mínútur

Hnetusmjörskrem: 

340 gr smjör við stofuhita
1 bolli „creamy peanutbutter“
2 tsk vanilla
2 bollar Flórsykur
6-8 msk rjómi

Súkkulaðigljái

113 gr suðusúkkulaði
½ bolli rjómi
2 msk hunang
2 msk vanilla
2 msk síróp

Allt sett í pott og bráðið, kælt áður en sett á kökurnar.

Red velved bollakökur

1 bolli hveitiphoto1[9]2 msk kakó
½ tsk salt
⅔ bolli rapsolía
¾ bolli sykur
1 egg
1 tsk vanilla
2 msk rauður matarlitur
½ bolli súrmjólk
½ tsk matarsódi
¾ msk Borðedik

Krem

1 bolli rjómaostur
3 msk smjör
3 ¾ bolli flórsykur
2 tsk vanilla

Hræra hveiti, kakó og salt saman í hrærivél, siðan er eggjum, olíu og sykri bætt útí.

Vanilla og rauður matarlitur bætt við. Leyft að blandast saman þar til sykurinn hefur alveg blandast við deigið. Súrmjólkinni bætt við. Edik og matarsóda blandað saman í skál og bætt við deigið.

Pavlova

8 eggjahvítur
1 tsk sykur

Þeytt til stíft

Bæta varlega við 2 bollum sykri og þeyta vel

2 tsk majsmjöl
2 tsk vanillusykur
2 tsk ömmubaksturs edik

Þeyta vel

Á álpappir í ofnskúffu bakað í 6 min við 190 gráður slökkt á ofninum og það má alls ekki opna hann fyrr en morguninn eftir (gott að búa til kökuna fyrir svefn)

Líter rjómi þreyttur og kókosbolla blandað saman og smurt á kökuna, svo þeir ávextir sem þér finnst bestir.

Mér finnst best að nota:

Jarðaber
Bláber
Hindber/brómber
Kiwi
Mango 

Hersey’s súkkulaði, sýróp eða brætt súkkulaði látið dropa yfir allt saman

Falleg og bragðgóð rjómakaka

——————–

Það kemur líka ótrúlega vel út að húða jarðarber með hvítusúkkulaði eins og á þessar mynd:

photo2[12]

 

 

 

Brauðréttir, súpa og kökur í veisluna – Uppskriftir

Matur og kökur sem henta vel í ferminguna – Uppskriftir

SHARE