Einfaldar uppskriftir með prótíndufti

Það er hægt að nýta prótínduft í margar uppskriftir þó flestir noti það einungis í sjeika fyrir og eftir æfingar.

Hér eru nokkrar einfaldar uppskriftir.

Hafragrautur

1 bolli hafrar
1 bolli mjólk
1 bolli bláber
1 skeið af vanillu prótíni

Setjið hafrana og mjólkina í örbylgjuofn. Blandið prótíninu við og setjið bláberin ofan á.

cdn-write.demandstudios.com_upload_image_45_0F_D6A34EB1-4822-4C6E-97D7-6B466F7C0F45_D6A34EB1-4822-4C6E-97D7-6B466F7C0F45

Amerískar pönnukökur

1 skeið hreint Whey prótín duft
30 ml vatn

Prótín duftinu og vatni er blandað saman og síðan steikt á pönnu.
Þessi uppskrift er einungis fyrri einn og einföld leið til að setja prótínduftið í nýjan búning.

cdn-write.demandstudios.com_upload_image_3F_D1_F9AFD83D-533C-4E0C-94DF-818D63EED13F_F9AFD83D-533C-4E0C-94DF-818D63EED13F

Jarðaberjajógúrt

1 skeið jarðaberja prótínduft
180 ml hreint jógúrt/ab mjólk
1 tsk. kanill

Öllu er blandað saman í eina skál.

cdn-write.demandstudios.com_upload_image_66_63_F72FFB39-AD70-4A94-8F89-2DFB8A2B6366_F72FFB39-AD70-4A94-8F89-2DFB8A2B6366

Hrærð egg

6 egg
1/4 bolli mjólk
1/2 skeið af bragðlausu prótíni
salt og pipar eftir smekk

Blandið öllu saman og steikið á pönnu líkt og gert er vanalega með hrærð egg. Bætið síðan salti og pipar við eftir smekk.

SHARE