Einfaldur og fljótlegur ofnbakaður fiskur

Ég er mjög mikið fyrir að hafa það einfalt. Sérstaklega þegar kemur að matseld og þrifum.

Þessi fiskréttur hefur alltaf verið borðaður af bestu lyst af öllum sem hafa fengið hann hjá mér síðustu 15 ár eða svo.

Uppskrift:

Ýsa eða Þorskur (magn miðað við fjölda)
Íslenskt smjör
Brauðrasp ( má skipta út og nota möndlumjöl)
1 til 2 laukar
blaðlaukur
sítróna
salt
pipar
rifinn ostur

Aðferð:

Setjið væna smjörklípu í botninn á eldföstu móti, raðið fisknum ofan á og kreistið safa úr einni sítrónu yfir fiskinn. Kryddið vel með salt og pipar.

Bræðið saman í potti ca 100 gr smjör og hrærið raspi/möndlumjöli útí og hellið þessu gummsi svo yfir fiskinn.

Skerið niður blaðlauk og lauk og dreyfið yfir og að lokum setja rifin ost yfir allt.

Bakað í ofni í ca 15-20 mín við 180 gráður.

Gott að hafa kartöflubáta með og gott ferskt salat.

 

 

 

SHARE