Einstök mynd af ljóni að leggja til atlögu

Atif Saeed er náttúrulífsljósmyndari í Pakistan. Hann náði þessari einstöku mynd af ljóni í návígi.

Samkvæmt Atif var hann á akstri og fór út úr jeppanum sínum og til að taka mynd af ljóni. Hljóðið í myndavélinni vakti athygli ljónsins og ljónið fór að fikra sig nær honum.

„Ég hugsaði með mér að ég hefði þarna gott tækifæri til að ná einstökum myndum af ljóninu,“ sagði Atif í samtali við Dailymail. Ljónið var komið í um 3 metra fjarlægð, þegar það tók undir sig stökk í átt að Atif og þá náði Atif þessari mynd af ljóninu.

stunning-photo-of-angry-lion-taken-moments-before-it-jumped-at-photographer-to-attack-him-81146

„Ég var hlæjandi meðan á þessu stóð en ef ég lít til baka þá held ég að ég myndi ekki endurtaka þetta,“ segir Atif. 

 

SHARE