Eitrað andrúmsloft á heimilinu

Lisa Marie Presley og eiginmaður hennar, Michael Lockwood, eru að ganga í gegnum skilnað. Saman eiga þau 8 ára gamla tvíbura, Harper og Finley. Skilnaður Michael og Lisa hefur verið mjög „subbulegur“, ef nota má það orð yfir þetta, en þau hafa verið með ásakanir hvort á annað á víxl.

gettyimages-4724534561-e1487617700302

Heimildarmaður RadarOnline segir að Lisa hafi búið til eitrað andrúmsloft á heimilinu hjá litlu stúlkunum.

„Hún spilar stelpunum fram og til baka á móti pabba þeirra,“ segir heimildamaðurinn. Annar tvíburinn líkist Lisa meira, en hinn líkist Michael meira og segir heimildarmaðurinn að Lisa segi þeim tvíbura reglulega „að hún sé alveg eins og pabbi sinn.“

 

Sjá einnig:  Lisa Maire Presley skilur í fjórða sinn

Heimildarmaðurinn segir jafnframt að Michael þrái ekkert heitar en að stúlkurnar geti átt eðlilegt líf en þær séu mjög ringlaðar núna. Þau Lisa rífast um forræði yfir stúlkunum en þær búa um þessar mundir hjá ömmu sinni, Priscilla Presley.

Lisa hefur sakað Michael um að vera með hundruði óviðeigandi ljósmynda á tölvunni sinni, af stúlkunum tveimur. Hann hefur á móti sakað hana um að eiga við mjög alvarlegt fíkniefnavandamál að stríða.

 

 

SHARE