Flest okkar fáum oft höfuðverk annað slagið. Samkvæmt World Health Organization fær 75% fólks á aldrinum 18- 65 ára höfuðverk að minnsta kosti einu sinni á ári. 30% af þeim segjast vera með mígreni. Mígreni vara í lengri tíma og hafa fleiri fylgifiska en venjulegur höfuðverkur.

Það er ýmislegt sem vert er að hafa í huga ef þú átt það til að fá mígreni. Til dæmis má þar nefna mataræði.

Matur án rotvarnarefna og ónáttúrulegra bragðefna er mjög gott að taka út. Í lítilli rannsókn kom í ljós að fólk sem er vegan og fólk sem tekur út fæðu sem er talin valda mígreni, fann mikinn mun á sér.

Bara með því að takmarka neyslu sumra matvæla, getur fækkað skiptunum sem þú þarft að berjast við mígreni. Unnin matvara og mikið af aukaefnum eru ekki góð.

Þessi matvæli eru ekki góð fyrir þá sem eru með mígreni:

 • Egg
 • Tómatar
 • Laukur
 • Mjólkurvörur
 • Hveiti, sér í lagi pasta og brauð
 • Sítrus ávextir
 • Salt í mat
 • Áfengi, sérstaklega rauðvín
 • Koffein
 • Aukaefni eins og MSG
 • Sætuefni eins og aspartame
 • Súkkulaði
 • Mygluostur
 • Hnetur

Það er mjög sniðugt að halda matardagbók í smá tíma og skrá hvenær þú færð mígreni í sömu bók. Mjög fljótlega ferðu að sjá mynstur og hvað veldur frekar mígreniskasti en annað.

Heimildir: HealthLine

SHARE