Fjórir drengir úr Austurbæjarskóla sigruðu í myndbandasamkeppni ,,Hvað ef?” og Íslandsbanka sem nú er nýlokið.
Útbjuggu þeir myndband við lagið „Ekki drepa” þar sem innihaldið tengist einelti.
Strákarnir sem allir eru úr 8.SJ heita Axel Thor Aspelund, Hrólfur Eyjólfsson, Logi Eyjólfsson og Ísleifur Eldur Illugason.
Fá þeir í verðlaun álitlega peningaupphæð auk þess sem allir bekkjarfélagar þeirra fá fría bíóferð og pizzur eins og þeir geta í sig látið.
Ótrúlega flott hjá þessum hæfileikaríku strákum
Til hamingju!
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”GBaGtDOAudM”]