Ekki endurhita þessi matvæli

Ert þú ein af þeim sem endurhitar matarafganga eða veist um einhvern sem gerir það? Mörg okkar eru afar mikið fyrir það að nýta afganga af matnum frá deginum áður, nú eða þar áður. Aftur á móti eru ekki allar fæðutegundir fullkomnlega öruggar til þess að borða, ef þú hitar þær upp aftur.

Sjá einnig: Magakveisur og matreiðsla

Blond woman with a painful expression sitting on a grey sofa at home with her hands placed on her stomach

 

Sjá einnig: Magakveisur og matreiðsla

Hér að neðan er listi yfir þær fæðutegundir sem forðast skal að hita aftur upp og ástæðan sem liggur á bak við það.

Kartöflur

Með því að endurhita kartöflur, getur þú verið að ýta undir vöxt á  C. botulinum bakteríum sem geta valdið matareitrun. Ef þú pakkar þeim inn eða leyfir þeim að sitja í meira en tvær klukkustundir, er hætta á eitrun. Hitinn af endurhituninni gerir kartöfluna tilvalinn stað fyrir bakteríurnar til að lifa á.

Kjúklingur

Ef þú ætlar þér að borða kjúkling daginn eftir, ættir þú að borða hann kaldan, eða hita hann á vægum hita í langan tíma. Þéttu prótínin í kjúklingnum breytast eftir að búið er að kæla hann yfir nótt. Þetta getur valdið því að magi þinn fari í uppnám. Ekki er gott að hita hann í örbylgjuofni, svo þú skalt finna leið til að hita hann einu sinni, svo hann hitnar vel að innan.

Sveppir

Sveppir innihalda efni sem geta valdið magavandamálum og jafnvel valdið hjartavandamálum ef þú hitar þá daginn eftir. Betra er að borða þá kalda daginn eftir til að koma í veg fyrir að vandamál komi upp. Í sveppum er prótein sem breytist við endurhitun, líkt og í kjúklingnum og geta þau valdið vanlíðan.

Hrísgrjón

Hrísgrjón geta verið menguð. Í þeim geta fundist gró og eiturefni sem eru skaðleg okkur og eyðast ekki við eldun. Það er afar slæmt að geyma elduð hrísgrjón í stofuhita, en best er að láta þau kólna í ísskápnum. Ef þú ætlar að endurhita þau er öruggara fyrir þig að hita þau ef þú hefur kælt þau rétt.

Olíur

Olíur sem hafa lágt hitaþol geta orðið bragðvondar eða breyst í transfitu ef þær eru hitaðar of mikið. Það á við um olíu úr heslihnetum, avakadó, valhnetum og vínberjafræjum. Notaðu þær olíur við stofuhita eða til þess að hella yfir matinn.

Rófur

Rófur innihalda mikið af nítrötum sem eru góð fyrir okkur, sérstaklega þegar þær eru borðuð hrá eða í safa. Ef þær eru eldaðar og síðan endurhitaðar, geta komið upp eitrun. Reyndu að borða rófurnar sama dag og þú eldar þær, eða slepptu því að borða þær með matarafgöngunum.

Næpur

Næpur innihalda nítröt rétt eins og rófur. Borðaðu þær á sama degi og þú eldar þær til að koma í veg fyrir að þær eitri fyrir þér. Ef þær eru í matnum sem þú ætlar að endurhita, slepptu því að borða þær.

Sellerí

Sellerí inniheldur einnig nítröt og geta þau breyst þegar þú endurhitar þau getur það verið krabbameinsvaldandi fyrir þig. Mælst er með því að þú sleppir því að endurhita selleríið með matarafgöngunum.

Egg

Þú átt á hættu á því að veikjast ef þú endurhitar eggin þín og þá sérstaklega ef þau eru hituð upp oftar en einu sinni. Endurhitun eggja leysir úr læðingi eiturefni.

Þegar þú hefur eldað matinn þinn, er best að setja hann í kæli ekki seinna en 2-4 klukkustundum eftir eldun. Best er að borða matinn einum eða tveimur dögum eftir eldun til þess að koma í veg fyrir að hann framkalli kvilla.

Heimildir: Tip Hero

SHARE