Ekki henda skókassanum – skemmtilegt föndur

Lumar þú á gömlum skókössum inni í geymslu? Hér er sniðug hugmynd að einföldu föndri sem gaman er að dúllast aðeins í.

Það sem þú þarft er:

  • Skókassi
  • Auka karton fyrir hliðar
  • Fallegur pappír
  • Skæri
  • Límband og límstift

159

 

Leiðbeiningar:

  1. Byrjað er á því að klippa stórt „V“ í miðjuna á kassanum eins og myndin sýnir efst til vinstri.
  2. Næst eru báðir endarnir brotnir saman með því að beygja þá niður á við.
  3. Límið endana saman með límbandinu
  4. Skellið auka kartoni á hliðarnar til að loka boxunum.
  5. Nú hefst skemmtilegi kaflinn: Klæddu boxið með fallegum pappa að eigin vali

Tilbúið!

Heimild: Amazinginteriordesign.com

 

SHARE