Ekki bæla niður tilfinningar – Rannsóknir benda til þess að það auki hugsanlega líkur á krabbameini og hjartasjúkdómum

Ekki loka tilfinningarnar inni. Það er talið geta verið lífshættulegt. 
Það er langt síðan fólk áttaði sig á að það getur verið stórhættulegt bæði andlegri og líkamlegri heilsu að dylja tilfinningar sínar og loka þær af. Menn eru að komast á þá skoðun að slíkt athæfi geti hreinlega fækkað æviárunum. Nýlegar rannsóknir benda til þess að fólk sem dylur tilfinningar sínar muni líklega deyja fyrr en þeir sem láta hugsanir sínar og tilfinningar í ljós.

Sameiginleg rannsókn sem var gerið í Harvard háskólanum og háskólanum í Rochester leiddi í ljós að þeir sem birgja inni tilfinningar sínar eru í verulegri hættu að deyja ungir (af ýmsum ástæðum).

Áhættan á því að fá hjartasjúkdóma eykst um 47% og um 70% hvað varðar að fá krabbamein

Þegar rannsakendur skoðuðu dánarorsök umræddra kom í ljós að áhættan jókst um 47% hvað varðar að fá hjartasjúkdóma og um 70% að fá krabbamein.

Þessar niðurstöður sem voru birtar á netinu í the Journal of Psychosomatic Research, gefa til kynna að það sé enn hættulegra en áður var haldið að birgja tilfinningar sínar inni.

Rannsóknin hefur staðið frá árinu 1996

Athugunin sem hefur staðið frá árinu 1996  tók til  796 karla og kvenna og var meðalaldurinn 44 ár. Spurt var að hve miklu leyti þátttakendur birgðu inni tilfinningar sínar. Fólk var beðið að vera sammmála eða ósammála á skalanum 1-5 setningum eins og „Þegar ég er reiðu(ur) segi ég fólki af því“ eða „Ég reyni að vera notaleg(ur) svo að ég komi fólki ekki úr jafnvægi“.

Könnunin var endurtekin 12 árum síðar og þá voru 111 þátttakendur frá árinu 1996 dánir, flestir af hjartsjúkdómum eða krabbameini.

Þegar rannsakendur skoðuðu útkomuna á tilfinningaskalanum kom í ljós að flestir þeirra sem voru dánir stunduðu það að dylja reiði sína og tilfinningar og létu aðra ekki vita hvað í huganum bjó.  Menn átta sig ekki á hvernig á því stendur að bældar tilfinningar virðast  hafa þessi áhrif.

Ein af kenningunum sem sett hefur verið fram til skýringar er sú að fólk snúi sér að drykkju, reykingum og ruslfæði til að reyna að ráða við tilfinningar sínar.

  • Önnur kenning er að streitan sem myndast við það að bæla tilfinningarnar rugli hormónabúskap líkamans sem getur aukið  hættu á að fá sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma og krabbamein.

Rannsakendur leggja áherslu á að fjöldi þátttakenda í rannsókinni hafi alls ekki verið fullnægjandi og þörf sé á miklu víðtækari rannsókn svo að unnt verði að færa sönnur á eða afsanna líkindin.

Rannsókn- eins og hún var gerð- sýndi fram á háa tíðni dauðsfalla í hópi þeirra sem birgðu inni tilfinningar sínar.

Þess vegna telja þeir verðugt að rannsaka þetta nánar.

Getur verið hollt að reiðast

Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að það geti hreinlega verið hollt að verða ærlega reiður því að það losi um streitu

Vísindamenn við háskólann í Valencia á Spáni sáu í rannsókn að reiði eykur blóðflæðið til vinstra hvels framheila þar sem eru stöðvar fyrir jákvæðar kenndir og góða nærveru.  Hægra hvelið fæst við neikvæðar kenndir og getur ýtt undir að fólk dragi sig til baka, sé hrætt og dapurt.

Sálfræðingurinn Voula Grand sem starfar í London segir að ýmsir fræðimenn hafi lengi talið að kenna megi bældum tilfinningum að einhverju leyti um að krabbamein nái sér á strik.

Og víst er að fyrri rannsóknir sýna að bældar tilfinningar geta skaðað ónæmiskerfið.

Þó að fólki sé kennt að dylja tilfinningar sínar á unga aldri er hægt að kenna fólki að sýna tilfinningar síðar meir. Það getur tekið á en það er hægt.

SHARE