Ekki segja þetta fyrir framan dóttur þína

Það er ótalmargt sem getur haft áhrif á líkamsímynd stúlkna og einn stór partur af því er hvernig foreldrar ræða um tengd málefni. Óafvitandi getum við verið að hafa slæm áhrif á líkamsímynd barna okkar án þess að það sé á nokkurn hátt það sem við viljum.

Dr. Helen Egger er barnageðlæknir og einn stofnenda smáforritsins Little Otter og var í viðtali hjá PureWow á dögunum. Hún var beðin um að koma með ráð til foreldra til að hjálpa börnum, og kannski sérstaklega stúlkum að öðlast jákvæða líkamsímynd. Hún biður mæður að hætta að segja, í kringum dætur sínar, setningar eins og „Ég hef staðið mig svo vel í dag,“ þegar kemur að vali á mat.

Ekki tengja sjálfsvirðingu við matarval

Kannski hugsar þú að þú hafir „staðið þig vel“ með því að fá þér ekki eftirrétt og kannski hugsar þú að þú hafir „staðið þig illa“ fyrir að klára kartöfluflögurnar. „Ef þú segir svona hluti fyrir framan dóttur þína, ertu að kenna henni að það séu neikvæð tengsl milli líkama þíns og matar og samræmir sjálfsvirði þitt við það sem þú borðar,“ segir Dr. Egger. „Að borða ekki ákveðinn mat gerir þig ekki að betri manneskju,“ segir hún. „Allur matur eldsneyti fyrir líkama þinn, svo þú vilt ekki gefa barni þínu þá hugmynd að sjálfstraust þitt standi og falli með vali á mat.“

Sjá einnig: Fimm frábær ráð til að næla sér í betri svefn

Settu það í forgang að sýna líkama þínum mildi

Þú ættir alltaf að sýna líkama þínum mildi og segir Dr. Egger: „Hollur matur, hreyfing og það að vera heilsteypt manneskja, er miklu betra fordæmi fyrir stelpuna þína. Þú gætir til að mynda talað um hvað þú sért vel södd/saddur eftir að hafa borðað pizzu eða nefnir hvað líkami þinn hafi gert margt eftir að hafa borðað pizzuna. Þú gætir til að mynda sagt: „Ég hefði aldrei getað í svona langan tíma í röðinni í pósthúsinu ef ég hefði ekki borðað svona góðan morgunmat.“

Mergur málsins segir Dr. Egger vera að ef þú ætlar að segja eitthvað um líkama þinn eða matinn sem þú setur ofan í þig, hafðu það þá jákvætt og rétt. Ef þér líður eins og þú sért alltaf að gera eitthvað rangt þegar kemur að því að velja þér mat gæti það verið vísbending um sjálfsefa og óuppgerð mál og er mjög gott að fá aðstoð fagaðila við úrvinnslu þeirra.

Niðurstaðan er því sú, samkvæmt Dr. Egger, að: Dætur okkar munu mæta þrýstingi um útlit sitt alls staðar. Því meðvitaðri sem við erum um okkar hlutverk sem foreldrar og fyrirmyndir, því betra.

Heimildir: Pure Wow

SHARE