Ekki slá á hendurnar á mér þegar ég sé eitthvað fallegt – Foreldrar

Elsku mamma og pabbi.

Ég er með svo litlar hendur,
ég ætlaði ekki að hella niður mjólkinni.


Ég er með svo stuttar lappir,
geturðu labbað hægar svo ég geti fylgt þér eftir?


Horfðu á mig þegar ég er að tala við þig,
þá veit ég að þú er að hlusta.


Ekki slá á hendurnar á mér þegar ég sé eitthvað fallegt,
ég skil það ekki.

Ég hef viðkvæmar tilfinningar.
Ekki vera alltaf að skamma mig,
leyfðu mér að gera mistök án þess að mér finnist ég vera vitlaus.

Ekki búast við því að myndin sem ég teikna
eða rúmmið sem ég bý um verði fullkomið.
Elskaðu mig bara fyrir að reyna.

Mundu að ég er bara barn, ekki fullorðin vera.
Stundum skil ég ekki hvað þú segir.


Ég elska þig svo mikið.
Elskaðu mig bara fyrir að vera ég,
ekki fyrir það sem ég geri.

Þennan póst tileinka ég öllum börnum, til að vekja umhugsun hjá þeim sem bera ábyrgð á því að veita þeim ást, skjól og hlýju.

Þennan póst geri ég eftir að hafa séð margt svo ljótt á netinu að ekkert barn ætti nokkurn tímann að þurfa að þola það sem er að gerast þar.

Við fæðum börn inn í þennan heim, þau eru saklausar litlar sálir sem vilja vel, það er í okkar hlutverki sem foreldrar/forráðamenn að kenna þeim muninn á réttu og röngu Kenna þeim að elska og hjálpa þeim í gegnum þrautir lífsins allt frá því að labba og tala yfir í að yfirvinna veikindi sín og misstór bágt sem óvitaskapur þeirra á til að hafa í för með sér.

Sínum börnunum okkar þolinmæði. Allir þurfa að læra. Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi, hvorki andlegt né líkamlegt frá manneskjunum sem eiga að vernda þau frá öllu illu. Engin manneskja á að sitja þögul hjá og horfa uppá barn vera brotið niður!

Þennan póst geri ég til að mótmæla ofbeldi gegn börnum!
Elskum þau fyrir litlu óvitana sem þau eru <3

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here