Ekki vera með fartölvuna uppi í rúmi!!

Við sem eigum fartölvur erum örugglega öll stundum með tölvuna uppi í rúmi. Ætlum að kíkja aðeins á netið fyrir svefninn eða horfum á eitthvað skemmtilegt. Það getur verið stórvarasamt og nú er að ganga á netinu þessi saga sem allir ættu að lesa:

Foreldrar misstu 25 ára son í eldsvoða þann 4 júní. Sonurinn hafði útskrifaðist með MBA frá University of Wisconsin-Madison tveimur vikum áður og var kominn í heimsókn.

Hann hafði borðað hádegismat með pabba sínum heima, ætlaði svo aftur til að hreinsa herbergið sitt á farfuglaheimilinu. Faðir hans bað hann að bíða og hitta móður sína áður en hann færi aftur burtu í nokkra daga. Sonurinn ákvað að taka sér blund á meðan hann var að bíða eftir að mamma kæmi heim úr vinnunni. Nokkru seinna hringdu nágrannar á neyðarlínuna þegar þeir sáu svartan reyk koma frá húsinu.
Því miður lést sonurinn aðeins 25 ára gamall!!!
Það tók nokkurra daga rannsókn að finna út hvað olli eldinum. Niðurstaðan var að eldurinn hefði kviknað í fartölvu.

Þegar fartölvan var á rúminu náði hún ekki fá loft í kælinguna því sængin lokaði fyrir innganginn að viftunni og það varð ofhitnun sem olli eldinum. Drengurinn vissi ekki einu sinni af þessu, náði ekki að vakna og fara úr rúminu, hann dó af því að anda að sér kolsýringi.
Þetta er skrifað því alltof margir nota fartölvu í rúminu. Við skulum varast slíkt. Hættan er raunveruleg!!! Gerðu það að reglu að nota ALDREI fartölvu á rúminu með teppi, sæng eða kodda í kring. Láttum alla vita um þessa miklu hættu!!!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here