Eldhús framtíðarinnar – framfarir eða fail?

Tæknilegar framfarir eru stöðugt að endurnýjast og ný hönnun að líta dagsins ljós. Sumt er hannað til að auðvelda okkur umstangið í eldhúsinu, annað er fyrir lítil rými.

Hvernig lýst þér á nýjustu uppfinningarnar? Er eitthvað af þessu komið til að vera?

1-tableet-smart-bluetooth

Standur með hátalara fyrir iPadinn í eldhúsinu til að skoða uppskriftir.
Hönnun: Williams-Sonoma

2-cabinet-mount
Þægilegt statív sem þú getur hengt upp í eldhúsinu til að fylgjast með matreiðsluþáttum.
Hönnun: Belkin

 

6-prisma-smartHér er snertitölvuskjár innbyggður í eldhúsinnréttinguna.
Hönnun: Toncelli

7-mobile-kitchen

 

Þessi hönnun slær tvær flugur í einu höggi. Spanhella með innbyggðum snertiskjá.
Hönnun: Electrolux

 

9-AGA-pianoÞessari eldavél er hægt að fjarstýra úr símanum ef erfitt reynist að standa upp! Hægt að stýra hitastigi með fleiru.
Hönnun: AGA

 

10-induction_cook2Spanhella sem hægt er að nota utandyra án rafmagnssnúru.
Hönnun: Two any One

 

14-global_chef4Nú þarftu ekki lengur að vera ein í eldhúsinu. Með hologram-tækni geturðu boðið Gordon Ramsey eða Jamie Oliver heim í eldhúsið til að kenna þér að elda. Allavega ef þessi hugmynd í boði Electrolux nær að verða að veruleika.
Hönnun: Frumkvöðlakeppni Electrolux

 

19-compact-cooking3Með þessari græju geturðu ofnbakað, grillað, steikt og soðið eins og vindurinn.
Hönnun: Fundið á YankoDesign

 

20-tower1Turninn heldur matnum heitum.
Hönnun: Haimo Bao

22-future_cook

 

Einfaldleiki í fyrirrúmi
Hönnun: Aslıhan Tokat

 

24-slim_toasterRistavél sem fer lítið fyrir í eldhúsinu. Upphengd á veggnum.
Hönnun: Muzaffer

 

28-in_my_fridge_01Nú þarftu ekki einu sinni að opna ísskápinn til þess að vita hvað er í honum. Með þessari nýjustu tækni getur ísskápurinn skannað innihaldið og látið þig vita ef eitthvað er útrunnið.
Hönnun: Fabian Kreuzer 

 

 

33-elecctroluxLítil þægileg spanhella sem hægt er að tengja við app í símanum til að stjórna hita.
Hönnun: Electrolux

 

34-fridge

 

Hér er hægt að rækta salad og grænmeti inni í eldhúsinu
Fundið á: Fancy

 

36-Milk_Jug__Secondary

 

Mjólkurbrúsi sem lætur vita þegar mjólkin er að verða of gömul
Hönnun: Quirky

 

37-smart-herb-garden-no-sun-soilMeð þessari nettu hönnun má rækta helstu kryddjurtirnar uppi á eldhúsbekk. Það eina sem þarf er vatn og fræ, enga mold, restin sér um sig sjálft.
Fundið á: Kickstarter .

SHARE