Eldri borgarar spila Grand Theft Auto

Það eru ekki margir sem aldrei hafa heyrt minnst á Grand Theft Auto. Þó þeir hafi aldrei svo mikið sem snert stýripinna. Eða lyklaborð. Eða hvað það nú er sem brúkað er til þess að spila slíkan leik. Grand Theft Auto snýst, að mér skilst, aðallega um ofbeldi, hvers kyns glæpi og blóðsúthellingar. Og vændiskonur sem standa vinkandi á öðru hverju götuhorni. Eins heillandi og það nú hljómar. Leikjaröðin er afar vinsæl meðal ungra karlmanna. Mögulega þeirra miðaldra líka – ég þori ekki að fullyrða.

Mér þykir ekkert skemmtilegt að horfa á karlmenn spila tölvuleiki. Alveg þvert á móti. Ég get fyrirgefið þeim sem eru undir tvítugu. Annað er ekki til umræðu.

Eldri borgarar eru hins vegar allt annar handleggur. Hér má sjá stórskemmtilegt vídeó af þeim aldurshópi tækla þennan ó svo ógeðslega leik. Þau virða meðal annars biðskyldu og stöðva á rauðu ljósi og svona. Ekki alveg það sem leikurinn gengur út á, er það?

Tengdar greinar:

Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur

9 leiðir til þess að lengja lífið

15 atriði sem ég vildi að ég hefði vitað sem unglingur

SHARE