Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur

Boðskapurinn í þessari sögu er alveg frábær.

Ég var að hefja háskólanám og þegar kennarinn  var búinn að kynna sig fyrir hópnum skoraði hann á okkur að reyna að kynnast einhverri persónu sem við hefðum aldrei fyrr hitt. Ég stóð upp og leit í kringum mig og þá fann ég að einhver kom við öxlina á mér. Ég snéri mér við og þar stóð smávaxin, gömul og hrukkótt kona og andlitið ljómaði af brosi.  
Halló, fallegi ungi maður, sagði hún. Ég heiti Rósa og er 87 ára gömul. Má ég faðma þig?

  

Ég hló við og svaraði að auðvitað mætti hún faðma mig og hún vafði um mig handlegggjunum.  
“Af hverju ertu í háskóla svona ung og saklaus“, spurði ég og hún svaraði að bragði að hún ætlaði sér að finna sér ríkan eiginmann hérna, gifta sig og eignast eins og tvö börn..
„Nei, í alvöru, af hverju eru að leggja þetta á þig, komin á þennan aldur?“, spurði ég. 
“Mig langaði alltaf að fá háskólagráðu og nú er það að gerast!” sagði hún.

Þegar fyrirlestrinum var lokið fórum við og fengum okkur súkkulaði-mjólkurhristing. Við urðum í raun strax vinir og næstu þrjá mánuði vorum við alltaf samferða úr skólanum og töluðum út í eitt. Ég var alveg dáleiddur að hlusta á þessa fullorðnu konu sem deildi með mér visku sinni og lífsreynslu. 
Smám saman fóru allir í skólanum að þekkja Rósu og hún eignaðist alls staðar vini. Henni þótti mjög gaman að klæða sig upp á og naut athyglinnar sem samnemendur hennar veittu henni. Hún naut hverrar stundar. 
Við annarlok buðum við Rósu að ávarpa hópinn í veislu sem fótboltaliðið hélt. Ég mun seint gleyma orðum hennar og því sem hún kenndi okkur.
Hún var að hefja ræðuna en þá missti hún blöðin með skrifaðri ræðunni á gólfið. Þetta var vandræðalegt og hún beygði sig að hátalaranum og sagði bara, „Afsakið er svo taugaóstyrk! Ég hef neitað mér um bjór síðan á Föstunni og þetta árans viskí er alveg að fara með mig! Ég get ekki raðað þessum blöðum saman aftur svo að ég ætla bara að fá að segja ykkur það sem ég veit og kann“.  
Við hlógum, hún ræskti sig og fór svo að tala.  “Við hættum ekki að leika okkur af því að við eldumst. Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur. Það eru bara fjórir þættir sem viðhalda ungum aldri. Þessir fjórir þættir eru: að vera ánægður og ná markmiðum sínum.  Maður verður að hlæja og finna hjá sér gleðina hvern dag. Og maður verður að eiga drauma. Þegar maður glatar draumunum deyr maður. Það ráfa svo margir um meðal okkar og eru þegar dauðir en vita það ekki! Á því er reginmunur að eldast og því að þroskast.
Ef maður er 19 ára og liggur í rúminu heilt ár án þess að gera nokkurn skapaðan hlut verður maður bara 20 ára og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í ár og geri ekkert verð ég bara 88 ára. Það geta allir bætt við sig árum  og til þess þarf enga sérstaka hæfileika. En það sem gildir er að bæta við sig þroska og koma auga á tækifærin í nýjum aðstæðum. Og að sjá ekki eftir neinu.
 

Gamalt fólk sér venjulega ekki eftir því sem það gerði heldur hinu sem það gerði ekki. Fólk sem er altekið eftirsjá óttast yfirleitt dauðann. 

Hún lauk ávarpi sínu með því að syngja hugrökk lagið um rósina. Og hún skoraði á okkur að kynna okkur ljóðið og fara eftir boðskap þess.  

 

Rósa lauk náminu og fékk gráðuna sem hún hafði þráð alla ævi. Viku eftir að hún útskrifaðist fékk hún friðsælt andlát í svefni. 
Liðlega tvö þúsund háskólanemar heiðruðu þessa dásamlegu konu og voru við útför hennar. Hún kenndi okkur með fordæmi sínu að það er aldrei of seint að vera/verða sá eða sú sem maður þráir að vera.

Þessu sagði nemandi við háskólann frá og þessi boðskapur hefur gengið á milli manna á Facebook. Munum þetta, “Við verðum gömul af því við hættum að leika okkur”

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here