Ellý Ármanns sagt upp hjá 365

Ellý Ármanns hefur verið sagt upp störfum hjá 365 miðlum og mun láta af störfum 1. október næstkomandi samkvæmt fréttum á Dv.is

Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu fyrst en Ellý hefur starfað hjá 365 í 9 ár.

Miklar breytingar hafa verið hjá fyrirtækinu því ekki er langt síðan að Mikael Torfasyni var sagt upp sem aðalritstjóra og Ólafur Stephensen sagði upp í kjölfarið.

 

SHARE