Elsti köttur í heimi fagnar 31 árs afmæli sínu

Elsti köttur í heimi fagnar nú 31 árs afmæli sínu. Hann ber nafnið Nutmeg og ef talið er í manna árum, er hægt að líkja því við að hann sé 141 árs gamall. Hann var ættleiddur af þessari fjölskyldu fyrir 26 árum síðan, eftir að hann birtist skyndilega í bakgarði þeirra.

Sjá einnig: 16 ára köttur ræðst á hunda og fólk

Árið 1990 ákvaðu eigendur hans að fara með hann til dýralæknis til þess að láta lækna sýkingu í hálsi hans og eftir það var ekki aftur snúið. Dýralæknirinn taldi að kötturinn væri um 5 ára gamall þegar þau fóru með hann og samkvæmt útreikningi dýralæknis er Nutmeg væntanega elsti köttur heims. Því miður er ekki hægt að staðfesta það í heimsmetabók Guiness vegna þess að það er erfitt að sanna nákvæman aldur hans.

Á síðasta ári fékk Nutmeg alvarlegt heilablóðfall en nú ári seinna er hann allur að koma til. Eigendur hans segja að hann eigi enn mörg líf eftir og segja að hann sé ekki kötturinn þeirra heldur séu þau manneskjurnar hans og að hann lætur þau aldrei gleyma því. Kannski er það þess vegna sem að hann lifi svona löngu og hamingjusömu lífi.

Sjá einnig: Köttur bjargaði lífi kornabarns

the-worlds-oldest-cat-has-just-celebrated-his-31st-birthday-1

the-worlds-oldest-cat-has-just-celebrated-his-31st-birthday-2

the-worlds-oldest-cat-has-just-celebrated-his-31st-birthday-3

the-worlds-oldest-cat-has-just-celebrated-his-31st-birthday-4

SHARE