Breska leikkonan Emily Blunt er orðin tveggja barna móðir. Hún eignaðist dóttur í júní en eiginmaður hennar, John Krasinski, tilkynnti fæðingu dóttur þeirra á Twitter á Þjóðhátíðardag Ameríku, 4. Júlí.

Sjá einnig: Emily Blunt bauð Tom Cruise á strippbúllu!

Emily og John giftu sig árið 2010 og eiga fyrir 2 ára gamla dóttur sem heitir Hazel Grace Krasinski. Emily sagði frá því opinberlega hversu ólíkar meðgöngurnar tvær voru. Á fyrri meðgöngunni segist hún hafa verið mjög góð við sjálfa sig, hvíldi sig þegar hún vildi og fór í jóga og gerði allskonar fyrir sjálfa sig. Hinsvegar hafi hún á seinni meðgöngunni haft nóg að gera við að eltast við barnið sem hún á fyrir.

 

SHARE