„Ekkert okkar kann hvorki á nótur né á hljóðfæri“

Söngtríóið Þrjár Raddir og „beatboxarinn“ Beatur eru stödd á Íslandi um þessar mundir til þess að halda þrenna jólatónleika í bæði Reykjavík og á Akureyri um helgina.

Þetta er þriðja árið í röð sem bandið heldur jólatónleika og er þeim gjarnan lýst sem bæði uppátækjasömum og fallegum í senn þar sem áhorfendur fá til skiptis bæði gæsahúð og hlátursköst af uppistandi Bjarts Guðjónssonar, aka Beatur.

3raddi

Sandra Þórðardóttir, hér fyrir miðju á myndinni, stofnaði bandið fyrir nokkrum árum. Ásamt Söndru skipa þær Kenya Emil og Inga Þyrí Þórðardóttir söngtríóið og Bjartur Guðjónsson „beatboxar“ undir sönginn. Norska Marianne kemur fram með hópnum á tónleikum í Noregi. 

Notast ekki við hljóðfæri

Sandra segir að hópurinn eigi það til að grínast mikið innbyrðis og að þau taki sig ekki of alvarlega.

„Við viljum bara hafa gaman og skemmta fólki í leiðinni. Þar sem ekkert okkar kann hvorki á nótur né á hljóðfæri þá er ekki um annað að ræða,“ segir Sandra í léttum dúr en bandið notast ekki við nein hljóðfæri. Þess í stað rappar Bjartur, kallaður „Beatur“ taktinn alfarið með munninum á meðan að söngkonurnar þrjár radda hvora aðra, sem er einkennandi fyrir Akapella-bönd.

„Þau kalla okkur litla húsbandið sitt“

3raddÞrjár Raddir & Beatur hafa verið að koma sér á framfæri í Noregi síðastliðin tvö ár og hafa átt vinsældum að fagna hjá frændum okkar Norðmönnum. Til að mynda kom bandið fram í einum vinsælasta morgunþættinum í Noregi á dögunum þar sem þau sungu í beinni. Í þessari upptöku má sjá norsku Marianne sem kemur fram með bandinu í Noregi.

„Þau kalla okkur litla húsbandið sitt. Við komum oft í heimsóknir til að syngja fyrir þau,“ segir Sandra sem segir að stefnan verði tekin á að koma einnig fram í Svíþjóð á næsta ári.

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=10152484911242405&set=vb.129393082404&type=2&theater”]

Fædd og alin upp í Svíþjóð

Sjálf er Sandra búsett í Stokkhólmi um þessar mundir og er alin upp í Skåne í suður Svíþjóð.

„Já ég er íslendingur en er fædd og uppalin í Svíþjóð. Ég bý nuna í Stokkhólmi þar sem ég er að vinna mitt eigið efni með lítilli jazzhljómsveit og er líka að fara að sinna leiklistinni meira. Tónlistin hefur tekið allann minn tíma undanfarið en nú er komin tími á smá tilbreytingu svo að mér fari nú örugglega ekki að leiðast, segir Sandra og brosir.

34149_402404477211_1436801_n

Skammaðist sín fyrir eftirnafnið sem barn

Sandra segist þakklát foreldrum sínum fyrir að íslenska hafi alltaf verið töluð á heimilinu. Þannig hafi hún sjálf lært tungumálið og haldið því við.

„Ég man sérstaklega að það var alltaf verið að ræða fallbeygingar við matarborðið. Ég er mjög ánægð með að foreldrar mínir voru harðir á því að við ættum að tala íslensku við hvort annað og héldu í þessar íslensku hefðir. Ég man líka að ég skammaðist mín fyrir að heita Þórðardóttir. Það gat nefnilega enginn kennari sagt nafnið mitt án þess að hafa reynt að lesa það upp að minnsta kosti þrisvar. Og svo fylgdi alltaf í kjölfarið: „jaså kommer du från Island! Nämen vad rooooligt-dit har jag alltid velat åka!“ Það fannst mér óþolandi því ég var svo feimin.

En Ísland er alltaf svolítið spennandi land fyrir Svía og ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Alveg þangar til að pólitíkin hér heima fór í rugl. Eftir það segi ég frekar að ég sé sænsk bara. Sérstaklega þessa dagana.“

Saknar Bæjarins Bestu, að hitta pabba og að fara í gufubað

Sandra segist bera sterkar taugar til Íslands en faðir hennar og fjölskylda býr á Íslandi og móðir hennar í Svíþjóð. Hún segir að það fyrsta sem hún gerir þegar hún kemur heim til Íslands vera að fara í sund og fá sér eina með öllu.

Þá segir hún bandið alltaf vera að æfa nýtt efni og að stundum þýði þau texta yfir á íslensku frá þekktum lögum. Bandið hefur áður gefið út jólaplötu sem hefur nú selst upp en ekki eru áform eins og er að gefa út meira efni.

374595_10150349334782212_739754443_n„Við höfum ekki haft þá stefnu að semja eigið efni og að gefa út diska eða slíkt. Enginn okkar er í raun sérstakur akapella-aðdáendi. Sem er kannksi pínu skrítið þar sem að við erum jú faktiskt akapellahljómsveit. En svona raddhljómsveitir eiga það til að taka sjálfa sig svo alvaralega oft og það viljum við ekki gera,“ segir Sandra sem segir að bandið komi oft fram á ýmsum uppákomum eða veisluhöldum hjá bæði fyrirtækjum og öðrum aðilum.

Framundan eru þrennir tónleikar með 3 Röddum og Beatur.

Föstudagur 19. des kl. 22:00 – Café Rósenberg
Laugardagur 20. des kl. 22:00 – Café Rósenberg
Sunnudagur 21. des kl. 21:00 – Græni Hatturinn

Miðasala er hafin á Miði.is en einnig er hægt að borga sig inn við innganginn.

Nánari upplýsingar:

3 Raddir & Beatur á Facebook
3 Voices & Beatur – alþjóðlega síðan á Facebook

Hún.is ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum tvo miða hvor á tónleikana á Græna Hattinum á Akureyri sunnudaginn 21. desember. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa „Jólatónleikar já takk“ og þú ert komin/n í pottinn!

SHARE