Er Amber Rose að eltast við Scott Disick?

Dramatíkin í kringum Kardashian-fjölskylduna heldur áfram – en samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er ein helsta fjandvinkona fjölskyldunnar, Amber Rose, nú að eltast við fyrrverandi kærasta Kourtney Kardashian, partípinnann Scott Disick. Þess má geta að Amber er fyrrverandi kærasta Kanye West og best vinkona Blac Chyna sem nú er búin að næla sér í Rob Kardashian.

Sjá einnig: Kim Kardashian: Fann myndir af Amber Rose í tölvunni hans Kanye

Orðrómurinn um Amber og Scott fór af stað þegar Amber byrjaði allt í einu að fylgja Scott á Instagram. Stuttu síðar sást til þeirra þar sem þau yfirgáfu einkaþotu ásamt French Montana, fyrrverandi kærasta Khloe Kardashian.

amber

SHARE