Er brauðið byrjað að mygla? Hentu því öllu í ruslið

Þú tekur fram brauðið þitt og kemst að því þér til skelfingar að brauðið er byrjað að mygla. Þú hugsar með þér hvort að það sé ekki hægt að finna brauðsneið sem er ekki oriðn græn eða jafnvel skera mygluna af í stað þess að fleygja öllu brauðinu í ruslið.

Sjá einnig: Myglusveppur í íslenskum húsum hefur verið orsök hræðilegra veikinda hjá fólki

image041

Sjá einnig: VARÚÐ foreldrar – Mygla sem getur komið upp í baðleikföngum

Mygla er ekki alltaf góð fyrir þig og jafnvel lítil mygla á einni brauðsneið getur virkilega verið búin að eyðileggja allan brauðpokann.

Mælt er með því að henda brauðinu við fyrstu merki um myglu. Mygla hefur langa þræði og dreifir út frá sér.

Sjá einnig: Passið ykkur á mygluðum fernudrykkjum – Geta auðveldlega myglað

Myglusveppurinn getur valdið ofnæmisviðbrögðum og öndunarörðuleikum hjá sumum. Smá mygla getur framkallað hættulegt efni sem kallast sveppaeitur og verst af því efni heitir aflatoxín sem getur valdið skemmdum á lifrinni og jafnvel krabbameini.

Þó að þú skerir stóran hluta í kringum mygluna getur samt verið hætta á því að bakterían hafi dreifst víðar og þar sem við sjáum ekki með berum augum. Hendið brauðinu því í ruslið og hafið það í poka, svo eiturefnin komist ekki í loftið.

Eina myglan sem er ekki hættuleg fyrir þig er í mygluostum og í sumum tegundum af salami.

Þú skalt ekki lykta af myglunni vegna þess að hún getur komist í öndunarveg þinn og best er að þrífa það yfirborð sem myglan hefur komist í snertingu við til þess að koma í veg fyrir að ósýnileg baktería nái að dreifa sér.

SHARE