Talið er að Drew Barrymore (41) og Will Kopelman séu að binda enda á hjónaband sitt. Þau hafa verið gift frá árinu 2012 og eiga saman dæturnar Olive (3) og Frankie (1), en heimildir segja að þau haldi vinskap sínum góðum vegna dætranna.

Sjá einnig: Drew Barrymore – „Líkami minn mun aldrei verða eins“

Þetta mun vera þriðji skilnaður leikkonunnar, en hún giftist barþjóninum Jeremy Thomas árið 1994 og varði það hjónaband aðeins í tvo mánuði, síðan giftist leikaranum Tom Green árið 2001 og varði það hjónaband aðeins í fimm mánuði.

Drew átti fremur stormasama æsku, með miklum óstöðugleika, áfengis- og vímuefnaneyslu og hafði hún farið tvisvar sinnum í meðferð þegar hún var orðin tvítug. Hún þráði stögðugleika og líf í burtu frá sviðsljósinu, en hún sagði síðan að það hafði hún fundið hjá Will. Hún segir að líf hennar hafi farið að snúast frekar um málamiðlanir og milli sín og eiginmannsins og að hann veitti henni alltaf það sem hana vantaði.

Sjá einnig: Drew Barrymore er komin í ilmvatnsbransann

Drew ólst upp í sviðsljósinu og við mikið óöryggi, svo í dag vill hún ala dætur sínar upp utan alls sem Hollywood hefur að geyma. Hún reynir að forðast allt sem tengist glamúr stjörnulífsins og hefur haft orð á því að aðrir foreldrar í kringum hana reki upp stór augu þegar hún mætir ómáluð í Ugg stígvélunum sínum á skólahittinga.

Sjá einnig: Hálfsystir Drew Barrymore finnst látin

 

32C0021C00000578-3519806-image-m-12_1459546816586

32C0022900000578-3519806-image-a-27_1459549514341

32BA060F00000578-3519806-image-a-23_1459549057448

Nýlega fékk Drew sér húðflúr með nöfnum dætra sinna.

32BF69FF00000578-3519806-image-a-22_1459549051342

Fyrri hjónabönd sem fóru í vaskinn: Árið 1994 giftist Drew barþjóninum Jeremy Thomas og síðar leikaranum Tom Green árið 2001, en bæði hjónaböndin entust aðeins í fáa mánuði.

32C0306D00000578-3519806-image-m-36_1459551799473

32C0305900000578-3519806-image-a-37_1459551830038

SHARE